AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem starfa í 59 löndum í öllum heimsálfum. Saga samtakanna nær allt til fyrri heimstyrjaldarinnar en formlega hófust nemendaskipti árið 1947. AFS hóf starfsemi sína á Íslandi tíu árum síðar, árið 1957 en þá héldu átta fyrstu íslensku skiptinemarnir til Bandaríkjanna. Síðan hefur starfið vaxið og nú sendir AFS á Íslandi árlega milli 100-120 skiptinema til dvalar á erlendri grund og tekur á móti 30-40 erlendum nemum ár hvert.