AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem starfa í 59 löndum í öllum heimsálfum. Saga samtakanna nær allt til fyrri heimstyrjaldarinnar en formlega hófust nemendaskipti árið 1947. AFS hóf starfsemi sína á Íslandi tíu árum síðar, árið 1957 en þá héldu átta fyrstu íslensku skiptinemarnir til Bandaríkjanna. Síðan hefur starfið vaxið og nú sendir AFS á Íslandi árlega milli 100-120 skiptinema til dvalar á erlendri grund og tekur á móti 30-40 erlendum nemum ár hvert.
This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.