IMG_1939

Aukin tækifæri til að upplifa heiminn

Um Hollvini AFS

Árið 2009 hóf stjórn AFS á Íslandi undirbúning að stofnun styrktarsjóðs til að styðja við bakið á ungu fólki með áhuga á að kynnast öðrum menningarheimum. Eftir nokkra undirbúningsvinnu var samþykkt á aukaaðalfundi AFS þann 20. febrúar 2013 að stofna sjálfseignarstofnunina Hollvini AFS á Íslandi. Í framhaldi var stofnfundur Hollvina haldinn í Þjóðmenningarhúsinu þann 21. mars 2013.

Lesa meira
20170410_143806-1024×576

Aukin styrkveiting og breyting á umsóknarviðmóti

Breytt stefna Hollvina í styrkveitingum í skiptinám

Á stjórnarfundi Hollvina AFS í byrjun árs 2021 var ákvörðun tekin um að auka styrkveitingu í skiptinám töluvert. Samhliða þessu verður nýtt umsóknarviðmót tekið í gildi. Við erum virkilega ánægð með þessi frábæru tíðindi.

Lesa meira

Námsstyrkir Hollvina AFS

Tekjur stofnunarinnar, sem nota skal til úthlutunar styrkja, eru arður af stofnsjóði, árlegt framlag AFS á Íslandi til stofnunarinnar, árgjald hollvina ásamt gjöfum og öðrum frjálsum framlögum til styrktar stofnuninni. Stofnunin úthlutar að lágmarki árlega og gerir það í samstarfi við skrifstofu AFS á Íslandi.

Megintilgangur styrkjaveitinganna er að aðstoða nemendur frá efnaminni heimilum (Fjárhagsstyrkur Hollvina AFS), en þó er einnig heimilt að veita styrki til verðandi skiptinema sem hafa sýnt afbragðs árangur á ýmsum sviðum, s.s. í námi, listum, sjálfboðastarfi eða íþróttum (Árangursstyrkur Hollvina AFS).

Árið 2022 eru styrkir í boði fyrir ársdvöl í öllum löndum sem AFS á Íslandi á sendir til.

Einnig eru styrkir í hálfsársdvöl í boði í eftirfarandi löndum:
Argentína/Úrúgvæ, Danmerkur og Írlands.

Með því að þiggja styrk Hollvina AFS á Íslandi skuldbindur þú þig til að taka þátt í sjálfboðaliðanámskeiði AFS á Íslandi eftir heimkomu úr skiptinámi, og að skrifa stutta greinagerð um upplifun þína í skiptináminu fyrir Hollvini AFS.

Gerast Hollvinur AFS

Langar þig að gerast Hollvinur AFS? Með því getur þú styrkt ungmenni til að fara í skipinám og upplifa heiminn með öðrum augum.

Hafðu samband við info-isl@afs.org

Meira um Hollvini AFS

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item