Breyttu heiminum með því að breyta hugarfari fólks. Lærum að meta og fagna menningarlegum mismun.
Sjálfboðaliðar stuðla að friði
Vertu með í hreyfingu sem hjálpar fólki að lifa í sátt og samlyndi.
Sækja um að gerast sjálfboðaliðiAFS veitir sjálfboðaliðum tækifæri til að bæta heiminn
Komdu breytingum í framkvæmd
Hafðu áhrif
Vertu virkur þátttakandi í að móta umhverfi þitt og samfélag.
Mótaðu þitt hlutverk
Þróaðu hæfileika sem nýtast til frambúðar í ólíkum menningarheimum og finndu þér stað sem virkur borgari sem getur bætt samfélagið.
Mótaðu framtíðina
Vertu leiðtogi í ólíkum hópum heima fyrir og erlendis.
Hvernig gerist ég sjálfboðaliði?
Sækja um að gerast sjálfboðaliði
Allir sjálfboðaliðar verða að vera skráðir til að tryggja öryggi og stuðning við skiptinema AFS. Í umsóknarferlinu fáum við upplýsingar sem þarf til að sjálfboðaliðarnir nái árangri.
Hittu aðra AFS-sjálfboðaliða
Fáðu frekari upplýsingar um starfsemina og um hvað sjálfboðaliðastarfið snýst. Þá getum við fundið besta verkefnið fyrir þig í sameiningu, eftir því hvað er í boði og hvað þig langar að læra og gera.
Fáðu þjálfun
Þú færð grunnþjálfun sem AFS-sjálfboðaliði sem undirbýr þig fyrir þátttöku í virku og þýðingarmiklu starfi sjálfboðaliðans.
Velkomin(n) í hópinn!
Það er alveg sama hvaða hlutverk þú færð innan AFS, þú átt eftir að skemmta þér frábærlega. Þú munt hitta áhugaverða nemendur, eignast vini út um allan heim, starfa með áhugasömum sjálfboðaliðum og öðlast færni sem nær yfir ólíka menningarheima og þú býrð að alla tíð.
Sérhver sjálfboðaliði skiptir máli
Stuðningur
- Finna fósturfjölskyldur fyrir erlenda skiptinema
- Aðstoða fósturfjölskyldur við að kynnast sínum skiptinemum
- Tengiliður fyrir skóla sem taka á móti skiptinemum
- Kynna erlenda skiptinema fyrir samfélaginu
- Fylgjast reglulega með nemendum og fósturfjölskyldum
Skipulagning
- Skipuleggja og stýra námskeiðum fyrir skiptinema og fósturfjölskyldur
- Skipuleggja hvers konar viðburði og ferðir
- Leiða fósturfjölskyldur saman til að deila reynslu sinni
- Halda fundi fyrir nemendur, fjölskyldur eða sjálfboðaliða
Þjálfun
- Leiðbeina AFS-örum og fleirum um námsleiðir í menningarlæsi
- Kynna skiptinemum fyrir menningu landsins þíns
- Skipuleggja smiðjur
- Deila eigin reynslu og menningarinnsýn
Stjórn og yfirsýn
- Koma á fót samfélagsverkefnum sem hjálpa öðrum að læra að virða og kunna að meta aðra menningarheima
- Sitja í nefndum og stjórnum innan AFS
- Hafa umsjón með ólíkum hópum sjálfboðaliða
- Hvetja aðra til að láta að sér kveða og hafa áhrif
Virkni í samfélaginu og kynni við fólk alls staðar að úr heiminum
„Þegar ég gerðist sjálfboðaliði gafst mér tækifæri til að tileinka mér nýja færni, svo sem teymisvinnu og að eiga samskipti við fólk með ólíkan bakgrunn. Sem AFS-sjálfboðaliði tek ég virkari þátt í samfélaginu og fæ að kynnast fólki hvaðanæva að úr heiminum. Með því að hjálpa nemendum, kennurum og fjölskyldum af stað á vegferð sinni til náms og þroska í menningarlæsi hef ég lært að meta mikilvægi heimsfriðar og skilnings þvert á menningarheima.“
—Marcela Vazquez, sjálfboðaliði í Argentínu
Ögraðu sjálfum þér á sama tíma og þú hjálpar öðrum
Sjálfboðaliðar fá tækifæri til að:
- Starfa náið með reyndum sjálfboðaliðum til að finna skapandi lausnir
- Glíma við krefjandi aðstæður sem þroska og efla
- Bæta færni sína og öðlast forskot í skóla eða vinnu
- Fá þjálfun í að leiðbeina öðrum í menningarlæsi
- Læra að taka betri ákvarðanir og leysa vandamál
- Þróa leiðtogafærni sem nýtist alla ævi
Markmið AFS
AFS eru alþjóðleg sjálfstæð félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Samtökin bjóða upp á námstækifæri tengd menningarlæsi þar sem hægt er að öðlast þá þekkingu, færni og skilning sem þarf til að vinna að réttlátari og friðsamari heimi.
Ungmennaáætlun Evrópusambandsins
Styrkir frá Erasmus+
AFS á Íslandi sækir um styrki í Erasmus+ áætlunina. Á undanförnum árum höfum við fengið styrki til að taka á móti sjálfboðaliðum í 6 og 12 mánuði frá m.a. Tékklandi, Portúgal, Ítalíu og Noregi og til að halda ungmennaskipti með sjálfboðaliðum AFS frá mismunandi löndum í Evrópu. Styrkirnir gefa okkur tækifæri til að efla starfið innanfrá ásamt því að hjálpa okkur að stula að jákvæðum breytingum í samfélaginu.