years-experience access-alumni-network airfare airport-pick-up assistance-with-application-process community-service-placement continuous-support cultural-trips domestic-transport emergency-support field-trips global-competence-certificate grade-transcripts host-family-placement housing individual-contact-person internship-placement language-instruction meals medical-insurance orientations-during-your-time-abroad other pre-departure-orientation product-materials re-entry-orientation school-dipolma school-materials school-placement school-transport school-uniform stipend teaching-materials vaccinations visa-and-passport-fees visa-application-assistance world-wide-presence

Stutt sumarnámskeið þar sem þátttakendur öðlast betri færni í ensku og menningarlæsi ásamt því að kynnast hópi ungmenna frá öllum heimshornum.

AFS á Íslandi býður uppá námskeið í tungumálaskólanum í samvinnu við AFS/Roeland í Belgíu og hefur sent 13-18 ára íslensk ungmenni til Sutton Valence frá 2015. Samanlagt eru þessir aðilar með áratuga reynslu af námskeiðahaldi og vinnu með ungmennum.

Á námskeiðinu er fjöldi sjálfboðaliða og starfsfólk frá bæði AFS og belgíska samstarfsaðilanum Roeland. Allir sem koma að námskeiðinu hafa hlotið þjálfun og eru vottaðir AFS leiðbeinendur. Hlutfall leiðbeinanda er 1 á hverja 4 þátttakendur.

Þátttakendur dvelja í ekta breskum heimavistaskóla í Sutton Valence, þar sem frábær aðstaða er til tónlistar-og íþróttaiðkunar. Á staðnum er innilaug,  dansstúdíó og tónlistahús. Ennfremur er frjálsíþróttavöllur og vellir til að stunda krikket, rúgbí, hokkí, fótbolta, tennis og lacrosse.

Þetta er í fimmta skipti sem AFS á Íslandi sendir þátttakendur á þetta námskeið en meðal ummæla fyrri þátttakenda er: „Ég myndi helst vilja fara á hverju ári eftir þetta.“.

Innifalinn er: flugkostnaður, fararstjóri, fullt fæði í 13 daga, gisting í breskum heimavistarskóla, tvær borgarferðir, gagnvirkt tungumálanám í 4 klst á dag, 5 vinnustofur um menningarlæsi og alþjóðleg samskipti, fjölbreytt afþreying og fræðsla.

Borgarferðirnar eru dagslangar og alltaf er farið til London í annarri en misjafnt hvort farið er til Brighton eða Canterbury í hinni.

Tungumálanámið fer fram í litlum hópum sem eru getuskiptir. Ekki er um eiginlegt bóknám að ræða heldur gagnvirkt og lifandi nám sem miðar að því að auka færni þátttakenda.

Mikil afþreying er í boði á meðan dvöl stendur og meðal annars má reikna með þemadögum: Alþjóðadegi, Breskum degi, Fright Night, Hollywood og fleiri skemmtileg þemu sem leiðbeinendur plana fyrir þátttakendur.

Fjölbreytt val er um hvers kyns vinnustofur þátttakandi getur prófað. Meðal annars: leikhús, tónlist, eldamennska, crazy sports og survival!

Herbergi þátttakenda á  heimavistaskólanum eru einstaklings, tvímennings og þrímennings.

**Þátttakendum í yngri hóp er fylgt í fluginu til og frá Bretlandi.

Eldri hópur er sóttur á flugvöllinn í Bretlandi og fylgt að dvalarstað í Kent.

skilyrði

Þátttakendum á aldrinum 13 – 18 ára er skipt í tvær brottfarir:

Fædd frá 15. júli 2008 til 31. júli 15. júlí 2011 (13-16 ára)
Dvöl frá 15. júlí til 27. júli 2024

Fædd frá 29. júlí 2006 til 29. júlí 2009 (15-18 ára)
Dvö frá 29. júlí til 10. ágúst 2024

Ef þú heldur að það gæti verið að þú uppfyllir ekki skilyrðin fyrir skiptinámið, vertu í sambandi og sendu okkur fyrirspurn á [email protected]

Innifalið í skiptináminu

  • Flugkostnaður
  • Ferðir til og frá flugvelli
  • Húsnæði
  • Máltíðir
  • Skóli
  • Sjúkratryggingar
  • Neyðarsími allan sólarhringinn
  • Ferðalög á vegum skóla
  • Menningarferðir
  • Ferðalag innanlands
  • Leiðbeingar tungumáls
  • Aðstoð vegna umsóknar
  • Stöðugur stuðningur
  • Hluti af alþjólegum samtökum
  • 70 ára reynsla

Ekki innifalið

  • Bólusetning
  • Vasapeningur