Þú þarft að vera á milli 15 og 18 ára og 3 mánaða við brottför
Fyrir háskólaprógramm eru aldursviðmið 18-20 ára
Allir sem hyggja á skiptinám í Bandaríkjunum þurfa að ljúka ELTIS prófi sem mælir enskukunnáttu. Þetta er einnig krafa sem skólar í USA setja fyrir inntöku. AFS á Íslandi framkvæmir prófin og er ekki þarf að greiða aukalega fyrir það.
Umsækjendur á leið til Bandaríkjanna mega ekki hafa fallið í neinu fagi s.l. 2 ár né hafa þurft að endurtaka skólaár.
Umsækjendur sem hafa greinst með átröskun eða önnur sálræn veikindi þurfa að hafa verið við fulla heilsu minnst 2 ár fyrir brottför.
Nemum er ekki heimilt að reykja.
Mjög margar fjölskyldur í USA eiga gæludýr.
Það er almennt erfitt að finna fjölskyldu fyrir nema sem er illa við dýr eða eru með fæðuofnæmi.
Fleiri en ein brottfaradagsetning er á skiptinámi til USA og ræðst brottför af því hvenær nemar eru komnir með fósturfjölskyldu.
Almenn inntökuviðmið má finna hér.
AFS á Íslandi áskilur sér rétt til breytinga.
Kynntu þér bólusetningakröfur landsins í þessari skrá Bólusetningar skiptinám það er mikilvægt að byrja bólusetningar strax þannig að þeim sé örugglega lokið fyrir áætlaða brottför. Kröfurnar til Bandaríkjanna eru sérstaklega strangar því engir skólar taka á móti nemum sem ekki uppfylla skilyrði bólusetninga.
Kynntu þér kröfur vegna áritunar í skránni Áritunarkostnaður_verð. AFS á Íslandi aðstoðar nema við öflun áritunar en kostnaður er ekki innifalinn í þátttökugjöldum.