Hvað er danskur lýðháskóli?
Danskir lýðháskólar eru einstakir. Skólarnir eru hluti af óformlega menntakerfinu í Danmörku og ekki er hægt að bera þá saman við háskóla eða fagnámskeið þar sem áherslan lögð á próf og drifkraftinn til árangurs. Í dönskum lýðháskólum byggist kennslan á samræðum og þekkingarskiptum á milli kennara og nemenda.
Nemendurnir eru ungt fólk á aldrinum átján ára til þrítugs. Markmið námsins er að laða að fólk sem vill auka færni sína og þekkingu á ákveðnu áhugasviði, sem vill þroska persónulega færni sína og fá skýrari mynd af hvert það vill stefna í framtíðinni.
Ekki er hægt að bera saman lýðháskóla við háskóla, framhaldsskóla eða iðnskóla þar sem námsferlið er mun formlegra og felur venjulega í sér próf. Hér getur þú lesið meira um danska lýðháskóla.
Meira um Vrå (Vraa) Højskole
Þessi lýðháskóli er staðsettur nyrst í Danmörku, rétt við sjóinn og nálægt Álaborg, þriðju stærstu borg landsins. Vrå Højskole er einn elsti lýðháskóli Danmerkur og var upphaflega byggður í Stenum árið 1872 en þegar járnbraut var lögð til Vrå árið 1890 var ákveðið að flytja skólann þangað og þar stendur hann enn í dag. Þetta er notalegt skólasamfélag með um 100 nemendum, flestir danskir nemendur. Flestir nemendur eru á aldrinum 18 til 25 ára en ekkert hámarksaldurstakmark er í skólann.
Vrå er einnig menningarfélagsmiðstöð. Á tveggja vikna fresti opna þeir dyr sínar fyrir ungum sem öldnum. Fjölskylda, nágrannar og vinir eru velkomnir að koma og borða. Eftir máltíðina er oft fyrirlestur, tónleikar eða eitthvað af þeim toga.
Þú býrð til þína eigin námskrá sem er byggð á fjölmörgum námsgreinum. Skólinn leggur megináherslu á skapandi greinar innan listgreina en einnig eru kenndar íþróttir og hefðbundnar greinar eins og stærðfræði. Þú getur valið úr eftirfarandi námskeiðum:
- Keramik og leirlist
- Analog ljósmyndun
- Stafræn ljósmyndun
- Textílhönnun
- Vefnaður og tufting
- Prjónanám
- Lagasmíðar
- Tónlist
- Raftónlist og tónlistarframleiðsla
Þú þarft ekki að hafa neina fyrri þekkingu til að taka þátt i námsefninu. Vinnustofurnar eru áfram opnar eftir kennslu, svo þú getur enn unnið að verkefnum þínum. Allir tímar eru kenndir á dönsku og ensku.
Nánari upplýsingar um Vrå Højskole má finna hér.
Praktískar upplýsingar
- Allur kostnaður sem tengist þátttöku þinni í verkefninu er innifalinn (fæði, húsnæði, námsráðgjöf osfrv.), en þú þarft samt að leggja til eigin vasapeninga fyrir persónulegum útgjöldum. Danmörk er dýrt land, svo við mælum samt með að lágmarki 160 Evrum á mánuði.
- Skólinn er lokaður í 4 vikur yfir jólin. Nemendum er frjálst að velja hvað þeir gera (fara heim eða ferðast oþh). Hins vegar, ef þú vilt vera á háskólasvæðinu á þessu tímabili, verður þú að borga 40 evrur á dag beint til skólans. Þú velur hvernig þú skiptir tíma þínum. Svo, til dæmis, þú getur ferðast í 2 vikur og verið á háskólasvæðinu í 2 vikur.
- Sjálfboðaliði frá AFS sækir þig á flugvöllinn og keyrir þig í lest til lýðháskólans þar sem verður tekið á móti þér.
- Þér verður boðið á kynningarhelgi á vegum AFS.