years-experience access-alumni-network airfare airport-pick-up assistance-with-application-process community-service-placement continuous-support cultural-trips domestic-transport emergency-support field-trips global-competence-certificate grade-transcripts host-family-placement housing individual-contact-person internship-placement language-instruction meals medical-insurance orientations-during-your-time-abroad other pre-departure-orientation product-materials re-entry-orientation school-dipolma school-materials school-placement school-transport school-uniform stipend teaching-materials vaccinations visa-and-passport-fees visa-application-assistance world-wide-presence

Hvað er danskur lýðháskóli?

Danskir lýðháskólar eru einstakir. Skólarnir eru hluti af óformlega menntakerfinu í Danmörku og ekki er hægt að bera þá saman við háskóla eða fagnámskeið þar sem áherslan lögð á próf og drifkraftinn til árangurs. Í dönskum lýðháskólum byggist kennslan á samræðum og þekkingarskiptum á milli kennara og nemenda.

Nemendurnir eru ungt fólk á aldrinum átján ára til þrítugs. Markmið námsins er að laða að fólk sem vill auka færni sína og þekkingu á ákveðnu áhugasviði, sem vill þroska persónulega færni sína og fá skýrari mynd af hvert það vill stefna í framtíðinni.

Ekki er hægt að bera saman lýðháskóla við háskóla, framhaldsskóla eða iðnskóla þar sem námsferlið er mun formlegra og felur venjulega í sér próf.  Hér getur þú lesið meira um danska lýðháskóla.

Nánari upplýsingar um íþróttaháskólann

Þessi lýðháskóli (Nordjyllands Idrætshøjskole) er staðsettur í Brønderslev, þorpi á Norður-Jótlandi með um 12.000 íbúa. Áherslan er lögð á íþróttakennslu og þú munt fá tækifæri til að taka þátt í fjölmörgum íþróttum. Boðið er upp á um 15 klukkustundir af íþróttakennslu á viku.

Sem AFS-nemi tekur þú þátt í alþjóðlegum bekk, þar sem fjallað er um danska menningu og lýðræðishefð, menningu ungmenna og kennslufræði. Allir kennarar og meirihluti danskra nemenda tala ensku og allir tímar eru kenndir á ensku.

Til viðbótar við námskeiðin fyrir alþjóðlega nemendur geturðu einnig sótt tíma með dönsku nemendunum. Þú getur valið þér eigin viðfangsefni og íþróttaiðkun.

Sem alþjóðlegur námsmaður muntu fljótt eignast danska vini, því allir nemendur búa, borða og læra saman. Þessi leið til að búa saman leiðir til einstakrar vináttu við ungt fólk frá öllum heimshornum.

Lýðháskólinn skipuleggur einnig valfrjálsar ferðir til Frakklands og annarra Evrópulanda. Þessar ferðir eru ekki innifaldar í verði AFS og þarf að greiða allan aukakostnað þeim tengdar beint til lýðskólans.

Nánari upplýsingar um Nordjyllands Idrætshøjskole eru á þessari vefsíðu.

Og hér er skemmtilegt myndband af aðstöðunni í skólanum. Það er á dönsku en sýnir vel fjölbreytnina sem er boðið upp á þar.

 

Praktískar upplýsingar:

  • Allur kostnaður sem er innifalinn í þessu námi: máltíðir, gisting og kennsla en þú sérð um vasapeninginn. Danmörk er dýrt land, svo við mælum með að þú gerir ráð fyrir að lágmarki 160 Evrum á mánuði.
  • AFS tekur á móti þér á flugvellinum við komu. Þú tekur svo lest til lýðháskólans, þar sem verður tekið á móti þér.
  • Þér verður boðið á AFS-kynningarhelgi.

Innifalið í skiptináminu

  • Ferðir til og frá flugvelli
  • Fósturfjölskylda
  • Húsnæði
  • Máltíðir
  • Skóli
  • Trúnaðarmaður/tengiliður
  • Sjúkratryggingar
  • Neyðarsími allan sólarhringinn
  • Ferðalag innanlands
  • Aðstoð vegna umsóknar
  • Undirbúningsnámskeið
  • Námskeið á vegum AFS á meðan á dvöl stendur
  • Global Competence Certificate
  • Kennslugögn
  • Skólagögn
  • Námsgögn
  • Stöðugur stuðningur
  • Hluti af alþjólegum samtökum
  • 70 ára reynsla

Ekki innifalið

  • Flugkostnaður
  • Menningarferðir