Þú þarft að vera fæddur frá 1. mars 2006 til 1. september 2008.
Mælt er með því að umsækjendur hafi grunnkunnáttu í þýsku. Fyrir brottför færð þú aðgang að netlægu tungumálanámskeiði, frá Rosetta Stone. Gerð er krafa um að þú stundir námskeiðið fyrir brottför og á meðan dvöl stendur. Námskeiðið kostar 50 evrur og það þarft þú að greiða við komu, skylda er að stunda námskeiðið vel.
Umsækjendur sem hafa átt við sálrænan vanda þurfa að hafa lokið meðferð minnst 2 árum fyrir brottför.
AFS í Austurríki getur ekki tekið á móti nemum sem hafa greinst með ADHD.
Nemar með gæludýraofnæmi verða að vera tilbúnir til að taka ofnæmislyf á meðan dvölinni stendur.
Kynntu þér bólusetningakröfur landsins í þessari skrá Bólusetningar skiptinám það er mikilvægt að byrja bólusetningar þannig að þeim sé örugglega lokið fyrir áætlaða brottför.
Ef þú heldur að það gæti verið að þú uppfyllir ekki skilyrðin fyrir skiptinámið, vertu í sambandi og sendu okkur fyrirspurn á [email protected]