Þýskaland er frægt fyrir margbrotna menningarsögu, fjölskrúðugar hátíðir og sögulegar minjar en einnig fyrir frjótt samtímalistalíf og fyrir að vera í fararbroddi á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og umhverfisverndar. Landið teygir sig frá flötu akurlendi og bændahéröðum í norðri til fjalllendis með tignarlegum tindum Alpanna í suðri. Þjóðverjar búa við góð lífskjör, eru frægir fyrir nákvæmni og vandvirkni og leggja mikla áherslu á stundvísi. Fólk að rökræða stjórnmál, menningarmál, umhverfismál eða íþróttir er aldrei langt undan.
Þýskaland hefur virka og fjölbreytta unglingamenningu og hægt er að velja um fjölda mismunandi tómstunda. Þýskir unglingar nýta yfirleitt virka daga fyrir skóla og heimanám og sinna félagslífinu, hvort sem það er í tómstundastarfi á vegum sveitarfélaganna, íþróttum eða samveru með vinunum, um helgar. Vinsælustu íþróttirnar: Fótbolti er í toppsætinu, en gönguferðir og hjólreiðar eru einnig vinsælar.