Tékkland er rómað fyrir að vera sérlega vinveitt rithöfundum, listamönnum og bóhemalífsstíl. Rétt fyrir utan hina sögufrægu höfuðborg, Prag, breiða sveitahéröðin úr sér, full af bóndabæjum, skógum, smáþorpum og kastölum. Fallegir fjallgarðar, ár, vínekrur og akurlendi, með borgum og þorpum, sem eru eins og beint úr ævintýrabókunum, gera ferðalag um landið að einstakri upplifun ólíkra menningarheima og könnun á eigin sjálfi.
Tékknesk ungmenni eyða einna helst frístundunum utan dyra. Þau fara í fjallgöngur, hjólreiðaferðir og sund að sumri til og skella sér á skíði á veturna. Þú ættir endilega að ganga í einhvern klúbbanna sem krakkarnir sækja eftir skóla, þar sem þau stunda ýmist íþróttir, leiklist eða tölvunarfræði. Tékknesk ungmenni eru félagslynd og njóta þess að skemmta sér saman.