Mikilfenglegt landslagið skartar snævi þöktum Alpatindum og grösugum fjallshlíðum þar sem kýr eru hvarvetna á beit og um það bil 1500 kristaltær stöðuvötn prýða landið.
Á virkum dögum eru menntaskólanemar yfirleitt með hugann við námið, en margir sækja líka íþróttaæfingar og tónlistartíma eftir skóla eða annað félagsstarf. Um helgar stunda ungmenni margs konar klúbbastarf eða taka þátt í samfélagsverkefnum, svo sem þorpshátíðum, fimleikamótum eða hátíðahöldum á sögulegum merkisdögum. Þú skalt því gera ráð fyrir að fá næg tækifæri til að skreppa á skíði, fara í fjallgöngur og kíkja á kaffihús.