Af hlykkjóttum vegarslóðunum yfir fjöllin í norðurhluta Slóvakíu, sem er staðsett landfræðilega í miðri Evrópu, er frábært útsýni yfir sveitir og óspillta náttúru og ævintýrin bíða við hvert fótmál. Og þá ekki síður í nútímalegum borgum eins og Bratislava og Nitra. Slóvakískar borgir eru rómaðar fyrir sannkallaða „kaffihúsamenningu“, hellulagðar götur og gómsætt sætabrauð, en falleg fjallahéröð, sléttur, skóglendi og hin víðfrægu jarðhitasvæði með hvæsandi leirhverum einkenna dreifðari byggðir.
Slóvakísk ungmenni eyða stórum hluta frítíma síns utan dyra við íþróttaiðkun, sérstaklega fótbolta. Í hverju þorpi eða bæ er að minnsta kosti eitt fótboltalið. Íshokkí er líka mjög vinsæl íþrótt þar. Í Slóvakíu er mikið fjalllendi og aðstæður því frábærar fyrir skíðaiðkun.