Af hlykkjóttum vegarslóðunum yfir fjöllin í norðurhluta Slóvakíu, sem er staðsett landfræðilega í miðri Evrópu, er frábært útsýni yfir sveitir og óspillta náttúru og ævintýrin bíða við hvert fótmál. Og þá ekki síður í nútímalegum borgum eins og Bratislava og Nitra. Slóvakískar borgir eru rómaðar fyrir sannkallaða „kaffihúsamenningu“, hellulagðar götur og gómsætt sætabrauð, en falleg fjallahéröð, sléttur, skóglendi og hin víðfrægu jarðhitasvæði með hvæsandi leirhverum einkenna dreifðari byggðir.

Slóvakísk ungmenni eyða stórum hluta frítíma síns utan dyra við íþróttaiðkun, sérstaklega fótbolta. Í hverju þorpi eða bæ er að minnsta kosti eitt fótboltalið. Íshokkí er líka mjög vinsæl íþrótt þar. Í Slóvakíu er mikið fjalllendi og aðstæður því frábærar fyrir skíðaiðkun.

 

Fólk og samfélag

Skiptinemar dvelja oftast í minni bæjum eða þorpum. Fjölskyldur gera alls konar saman, fara í bíó, gönguferðir, útilegur og fara á staðbundnar hátíðir.

Photo By Kurt Bauschardt
Photo By Kurt Bauschardt

Skóli

Skiptinemar fara í nokkurs konar menntaskóla (gymnasium) sem er frekar formlegur. Skóladagurinn er yfirleitt frá 8-14.30, mánudag til föstudags. Námskrá skiptinema inniheldur yfirleitt slóvakísku, tvö önnur tungumál, sögu, listir og menningu, íþróttir, stærðfræði, líffræði og efnafræði.

Tungumál

Slóvakíska er opinbert tungumál Slóvakíu. Það er skylt öðrum vestur slavenskum málum eins og tékknesku en einnig gætir áhrifa úr þýsku og ensku. AFS mun útvega nemum tungumálaefni fyrir upphaf skiptinámsins.

Photo by Dushan Hanuska
Photo by Dushan Hanuska

Matur

Slóvakískur matur er gjarnan kjöt með kartöflum eða djúpsteiktu fylltu brauði. Þjóðarrétturinn er djúpsteikt brauð (dumpling) með osti og beikoni. Einnig er mikið af hvítu brauði og káli og kartöflum. Þá eru eftirréttir einnig vinsælir. Grænmetisætur eru ekki algengar í Slóvakíu en þær komast af.

Skoða skiptinám í Slóvakía