Rússland er land mikilla andstæðna, bæði landfræðilega og menningarlega. Þar finnast fjöll, sléttur, skógar, steppur, vötn, ár og höf svo eitthvað sé nefnt. Rússland er ekki síður ríkt þegar kemur að sögu og hefðum, en menningararfleifð Rússa í listum og tónlist er einstaklega fjölbreytt.
Tómstundir og annað nám utan skóla skipa stóran sess í lífi flestra unglinga og má þar nefna nám í listgreinum eða tónlistarnám, tungumálanámskeið, sundþjálfun og líkamsrækt. Hjólabretti, hjólaskautar og hjólreiðar eru líka vinsælar dægrastyttingar.