Uppgötvaðu blöndu aldagamalla hefða og nútímans; forn musteri, himinháir skýjakljúfrar, litríkur götumatur, glæsilegar keisarahallir, einstök náttúra og æviforn pagodas hof.
Líkt og hjá flestum ungmennum í Kína mun helsti fókus þinn að öllum líkindum verða námið og skólinn, en skólinn er líka frábær staður til að eignast vini sem vilja deila menningu sinni með þér. Kínversk ungmenni hittast gjarnan heima hjá hvoru öðru og eyða tíma saman, fara í bíó, að dansa, horfa á sjónvarpið eða spila íþróttir, þá helst fótbolta, körfubolta og borðtennis. Foreldrar taka almennt mikinn þátt í lífi barna sinna og því skaltu alltaf tala við fjölskylduna þína áður en þú ákveður að fara út.