Stórkostleg listaverk, tónlist, matur og byggingarlist Ítalíu mynda fullkominn bakgrunn fyrir passeggiata (rólega gönguferð) með vinum eða fjölskyldu að kvöldi til. Á grundvelli þessarar auðugu sögu stendur nútímaleg Evrópuþjóð sem er ævinlega í fararbroddi á sviði lífsstíls og tísku. Besti gelato í heimi, gómsætur heimilismatur, leifarnar af rómverska heimsveldinu, snævi þaktir Alpar eða fallegir strandbæir við Adríahafið, allt er þetta hluti af því sem Ítalir kalla la dolce vita (hið ljúfa líf).
Ungmenni eru vön því að lifa sjálfstæðu lífi og skipuleggja eigin tíma. Þau sitja á kaffihúsunum og spjalla, rölta um bæina, skreppa út að dansa eða stunda íþróttir. Calcio, ítalska fótboltadeildin, er í sérstöku uppáhaldi hjá mörgum Ítölum, enda hafa ítölsk lið unnið heimsmeistarakeppnina nokkrum sinnum. Aðrar íþróttir sem ítölsku vinirnir gætu haft gaman af eru körfubolti, hjólreiðar og skíðaíþróttir, en hægt er að iðka flestar íþróttir hér.