Indónesía er gríðarlega víðfeðmur eyjaklasi með yfir 17.000 eyjum. Þetta er land andstæðna – hvæsandi eldfjöll og friðsæll hafflöturinn, mannmergð stórborganna og plantekrur í fjarska, nútímalegir skýjakljúfar og hálfhrunin hof, Komodo-drekar og óteljandi hitabeltisfuglar, ungt fólk á vespum, klætt í skærlita kufla og batíkskyrtur. Einstakt og fjölbreytilegt samfélagið í Indónesíu samanstendur af yfir 300 þjóðernishópum af margs konar félagslegum og menningarlegum uppruna, frá Evrópu, Austurlöndum nær og Asíu.

Indónesísk ungmenni hittast gjarnan í stórum hópum. Íþróttir eru vinsælar í Indónesíu, sérstaklega fótbolti, badminton og <em>pencak silat (</em>hefðbundin indónesísk bardagalist). Langar þig til að smíða flugdreka og fljúga honum? Þá er þetta rétti staðurinn til þess!

 

A photo posted by Coralie gisel (@cocoinindo) on Sep 3, 2016 at 12:26pm PDT

Fólk og samfélag

Stórfjölskyldan skipar mikilvægan sess í samfélaginu. Mikil virðing er borin fyrir hinum eldri. Samskipti eru ekki mjög „bein“, sem þýðir að fólk segir sjaldan akkúrat það sem það meinar, það eru t.d. í það minnsta 12 mismunandi leiðir til þess að segja „nei“ á Indónesísku.

Skóli

Skiptinemar fara flestir í ríkisrekna skóla og er skólavikan frá mánudegi til laugardags. Nemar klæðast skólabúningum.

A photo posted by Raihan Mauladi (@raihan_7) on Aug 17, 2016 at 10:04am PDT

A photo posted by Coralie gisel (@cocoinindo) on Jul 8, 2015 at 5:37pm PDT

Tungumál

Þrátt fyrir að fjölmörg tungumál séu töluð í Indónesíu er indónesíska (Bahasa Indonesia) opinbert tungumál þar í landi. Grunnkunnátta í ensku er einnig gagnleg. AFS býður upp á kennslu í Indónesísku.

Matur

Indónesísk matargerð er undir áhrifum frá Indlandi, mið-Austurlöndum, Kína og Evrópu. Fiskur, kókos og hrósgrjón eru algengustu hráefnin og bæði sterkir og sætir réttir eru vinsælir.

Indonesian vibes?

A photo posted by Dafne Rizzo (@dafninja) on Sep 11, 2016 at 2:54am PDT

Skoða skiptinám í Indónesía

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item
BESbswy