Frakkland er svo miklu meira en bara höfuðborgin, París, og besta leiðin til að sjá það er að skoða litlu bæina og þorpin í ólíkum héröðum, sem öll hafa sitt sérstaka yfirbragð. Sökktu þér í menningu sem er fræg um allan heim fyrir matargerð, byggingarlist, heimspeki og málaralist. Ekki gleyma að skoða fallegar sveitirnar í krók og kring, frá Atlantshafi til Alpanna og frá Ermarsundi að Miðjarðarhafi.

Frönsku vinirnir munu líklega eyða mestum tíma saman í almenningsgörðum og á kaffihúsum og um helgar eru oft haldin partý. Fótbolti og körfubolti eru vinsælt tómstundagaman hjá frönskum ungmennum.

 

A photo posted by AFS France (@afs_france) on

Fólk og samfélag

Flestir skiptinemar AFS dvelja hjá fósturfjölskyldum í minni borgum eða bæjum. Fjölskyldan mun líklega heilsa þér með bise, sem er koss á kinn og er tákn væntumþykju og hlýju. Skiptinemar geta átt von á að verða strax hluti af sinni frönsku fjölskyldu og ganga þannig í öll verk til jafns við aðra fjölskyldumeðlimi.

Skóli

Skiptinemar AFS ganga flestir í almennan ríkisrekinn skóla. Skóladagurinn er frá 8 til 5 eða 6, en algengt er að gefa nemendum frí eftir hádegi á miðvikudögum. í sumum tilfellum er kennsla á laugardögum. Grunnreglan í franska skólakerfinu er að nemendur fái að jafnaði tveggja vikna frí á sex vikna fresti.

A photo posted by samiraiele (@samiraiele) on

Tungumál

Franska er opinbert tungumál Frakklands. AFS í Frakklandi leggur mikið upp úr  því að skiptinemar undirbúi sig vel og séu með góðan tungumálagrunn við komuna til landsins. Frakkar leggja líka mikla áherslu á tungumálið og að allir, sem þar dvelja til lengri tíma, læri málið.

Matur

Frakkland er rómað um allan heim fyrir matarmenningu sína. Þeir eiga það líka skilið. Frakkar elska að borða mat, elda mat og tala um mat. Úrvalið er líka einstakt og ástríðan alltumlykjandi. Skiptinemar sem velja að fara til Frakkland eiga von á einstakri matarupplifun.

Skoða skiptinám í Frakkland