Filippseyjar eru þriðja stærsta enskumælandi landið í heimi. Þar sameinast asísk, evrópsk og amerísk áhrif í litríkri sögu. Margir Filippseyingar halda upp á hátíðir sem kallast barrio fiestas (hverfahátíðir) til að heiðra trúarhátíðir verndardýrlinga.

Unglingar á Filippseyjum sækja dansskóla, stunda íþróttir eins og körfubolta, tennis, badminton, blak og hjólreiðar. Þeir stunda einnig æskulýðsstarf á vegum kirkna og sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir því að þú takir þátt í slíku hópastarfi.

 

Fjölskylda og samfélag

Skiptinemar AFS munu líklega búa í smærri borgum eða bæjum landsins. Fjölskyldugildin eru í hávegum höfð og ekki er óalgengt að öll stórfjölskyldan búi undir sama þaki.

coastal clean-up ? #ontopofthejeepney #pilipinas

A photo posted by Nadja Grace (@graceosaa) on Aug 22, 2016 at 10:45pm PDT

lovin' school!???

A photo posted by @brittanyemmaaa on Aug 7, 2015 at 4:17am PDT

Skóli

Skiptinemar AFS eru velflestir í einkaskólum. Skólaárið er frá júní og fram í mars, mánudaga til föstudaga (frá 7 til 5). Algengustu fögin eru enska, stærðfræði, náttúrufræði og tungumál. Nær allt nám fer fram á ensku og nemendur ganga í skólabúningum.

Tungumál

Opinber tungumál Filippseyja eru enska og tagalog. Alls eru töluð yfir 120 tungumál í landinu. Þótt enska sé annað aðaltungumálið í borgum þá er óalgengt að fólk tali ensku í sveitum landsins og utan borga. Grunnir í ensku mun reynast skiptinemum ómetanlegt en boðið er upp á tungumálakennslu á vegum AFS fyrstu vikurnar.

☀️?? #elnido #philippines

A photo posted by Nadja Grace (@graceosaa) on Apr 23, 2016 at 12:55am PDT

Matur

Filippseyjar eru þekktar fyrir stórkoslega matarmenningu. Þar gætir áhrifa frá öllum heimshornum. Hvert hérað er með sinn stíl í matargerð og heimamenn taka mat og matargerð mjög alvarlega. Hrísgrjón eru mjög algeng í matargerð sem grunnur en annað hráefni er af mjög fjölbreyttum toga. Mikið um fisk, kjöt, baunir og svo auðvitað öll möguleg krydd heimsins.

Skoða skiptinám í Filippseyjar

BESbswy

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item