Filippseyjar eru þriðja stærsta enskumælandi landið í heimi. Þar sameinast asísk, evrópsk og amerísk áhrif í litríkri sögu. Margir Filippseyingar halda upp á hátíðir sem kallast barrio fiestas (hverfahátíðir) til að heiðra trúarhátíðir verndardýrlinga.
Unglingar á Filippseyjum sækja dansskóla, stunda íþróttir eins og körfubolta, tennis, badminton, blak og hjólreiðar. Þeir stunda einnig æskulýðsstarf á vegum kirkna og sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir því að þú takir þátt í slíku hópastarfi.