Síle tekur vel á móti gestum og þar er að finna ótrúlega fjölbreytta náttúru, allt frá himinháum Andesfjöllunum til mörgæsalendanna í Patagóníu, með viðkomu í hinni sögufrægu borg Santíagó. Sílebúar eru af margbreytilegum uppruna og eiga flestir sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á list, sérstaklega bókmenntum. Frægasti rithöfundur Síle, Nóbelsskáldið Pablo Neruda, kallaði landið sitt „Heimavöll ljóðskáldanna“.
Unglingar í Síle hittast gjarnan heima hjá vinunum, fara í bíó, safnast saman á bæjartorgum, kíkja í partý og dansa, eða sitja og spjalla á hverfiskaffihúsunum. Þú getur líka tekið þátt í félagsstarfi á vegum skólans, svo sem íþróttum, tungumálaklúbbum, leiklistarstarfi eða raungreinaklúbbum.