Brasilía er fræg fyrir regnskóga, strendur og iðandi borgarlíf og brasilískt samfélag er byggt á blöndu af innfæddum og fólki af portúgölskum, evrópskum og afrískum uppruna. Brasilía er land hinnar heimsfrægu kjötkveðjuhátíðar, en auk hennar eru haldnar ótal smærri hátíðir í tilteknum hverfum, skrúðgöngur hlykkjast um göturnar og tónlistarlífið á sér engan líka í heiminum.
Ungmenni í Brasilíu heimsækja vinina um helgar en hittast líka oft á kaffihúsum og í miðbænum. Á hverju ári eru haldnar fjölmargar hátíðir sem gaman er að heimsækja, þeirra á meðal kjötkveðjuhátíðina frægu. Ungt fólk fer oft á tungumálanámskeið eftir skóla hjá einkareknum tungumálastofnunum eða læra tónlist, myndlist eða dans. Fæstir skólanna bjóða upp á félagsstarf eftir skóla en hægt er að ganga í margs konar klúbba eða félagasamtök og vinna sjálfboðastarf, fræðast um samfélagið og eignast vini. Íþróttir eru gríðarlega vinsælar hjá báðum kynjum, ekki síst fótbolti.