Heimili Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins (NATO). Belgía er undir áhrifum frá Frökkum, Hollendingum, Austurríkismönnum og Spánverjum og er einstök blanda spennandi samtímamenningar og gamalgróinna hefða. Skiptinámið fer fram í suðurhluta Belgíu, Vallandi þar sem flestir tala frönsku.

Flestir unglingar í Belgíu hafa gaman af að stunda íþróttir, sérstaklega fótbolta og hjólreiðar, og skreppa á tónleika, í bíó eða í skátaferðir um helgar. Líklega mun félagslífið hjá þér að mestu snúast um fjölskylduna og lítinn vinahóp.

 

Fólk og menning

Belgar eru margir hverjir umburðarlyndir, sveigjanlegir og hógværir. Almennt bera þeir virðingu fyrir einkalífi fólks, velja öruggt og þægilegt líferni, leggja mikið á sig í vinnu og hafa mikinn sjálfsaga.

Skiptinemar dvelja í suður hluta landsins þar sem fólk talar frönsku. Skiptinemar fá yfirleitt heimili í minni bæjum og úthverfum. Almennar samgöngur eru vel skipulagðar og öruggar, þær munu veita þér tækifæri til að kynnast samfélaginu í frítíma þínum.

AFS family ❤️#Afs #afsbelgique #afsbe #afslux #family #exchangestudents #belgium

A photo posted by Emma Williams (@emmawilliamzz) on

A photo posted by AFS Belgique (@afsbelgique) on

Skóli

Skólakerfið er að mörgu leyti ekki ólíkt því sem við þekkjum hér á Íslandi. Það eru annars vegar menntaskólar og svo verkmenntaskólar. Algengustu fögin í belgískum skólum eru flæmska, stærðfræði, saga, landafræði, náttúrufræð, siðfræði og íþróttafræði.

Tungumál

Fólk í þessum hluta Belgíu talar frönsku. Sumir tala líka flæmsku eða þýsku og margir einnig ensku. Það er mikilvægt að nemar séu með ákveðinn grunn í frönsku áður en þeir halda hingað í skiptinám. AFS mun gefa tilvonandi nemum aðgang að rafrænu tungumálanámskeiði fyrir komu þeirra. Einnig mun AFS aðstoða nema við að finna tungumálanámskeið fyrstu vikurnar eftir komu til landsins.

Bruxelles ??

A photo posted by Emma Williams (@emmawilliamzz) on

Matur

Belgísk matargerð snýst um svo margt fleira en gott súkkulaði og bjór- þar má einnig finna vöfflur og franskar, krækling og kjötrétti. Belgar taka sér tíma til að borða og flestar fjölskyldur álíta mikilvægt að borða saman kvöldmat.

Skoða skiptinám í Belgía (frönskumælandi)