Heimili Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins (NATO). Belgía er undir áhrifum frá Frökkum, Hollendingum, Austurríkismönnum og Spánverjum og er einstök blanda spennandi samtímamenningar og gamalgróinna hefða. Skiptinámið fer fram í suðurhluta Belgíu, Vallandi þar sem flestir tala frönsku.
Flestir unglingar í Belgíu hafa gaman af að stunda íþróttir, sérstaklega fótbolta og hjólreiðar, og skreppa á tónleika, í bíó eða í skátaferðir um helgar. Líklega mun félagslífið hjá þér að mestu snúast um fjölskylduna og lítinn vinahóp.