Umburðarlyndi og sáttfýsi eru einkunnarorð Belgíu. Landið einkennist af frönskum, hollenskum, austurískum og spænskum áhrifum og er einstök blanda spennandi samtímamenningar og gamalgróinna hefða. Námsdvölin þín fer fram í norðurhluta Belgíu, á svæðinu sem kallað er Flæmingjaland.

Belgísk ungmenni taka lífinu mátulega alvarlega og flest þeirra stunda íþróttir, þá sérstaklega fótbolta og hjólreiðar, og skreppa á tónleika, í bíó eða í skátaferðir um helgar. Líklega mun félagslífið hjá þér að mestu snúast um fjölskylduna og lítinn vinahóp.

Fólk og samfélag

Belgar eru gjarnan umburðalyndir, sveigjanlegir og hógværir. Þeir virða friðhelgi einkalífsins og eru gefnir fyrir þægindi og öryggi. Þjóðin er vinnusöm og öguð. Flæmskumælandi hluti Belgíu er í norðurhluta landsins (oftast nefnt Flanders). Almenningssamgöngur eru vel skipulagðar og öruggar í Belgíu, sem gera skiptinemum kleift að skoða sig um kynnast landinu enn betur.

A photo posted by Francesca Zanni? (@queenfz_) on

Skóli

Skiptinemar ganga í venjulegan menntaskóla í Belgíu. Skóladagurinn er frá 8 til 4 (alltaf frí eftir hádegi á miðvikudögum). Belgar leggja mikið upp úr menntun og því munu skiptinemar þurfa að stunda skólann af kappi og leggja hart að sér.

Tungumál

Flæmska er opinbert tungumál norðurhluta Belgíu. Málinu er oft lýst sem belgískri hollensku. Margir tala einnig frönsku og ensku. AFS mun fara fram á að skiptinemar læri grunnatriði tungumálsins áður en þeir halda utan. Við komuna til Belgíu munu nemendur svo fá góða tungumálakennslu.

A photo posted by Francesca Zanni? (@queenfz_) on

Skoða skiptinám í Belgía (flæmskumælandi)