Umburðarlyndi og sáttfýsi eru einkunnarorð Belgíu. Landið einkennist af frönskum, hollenskum, austurískum og spænskum áhrifum og er einstök blanda spennandi samtímamenningar og gamalgróinna hefða. Námsdvölin þín fer fram í norðurhluta Belgíu, á svæðinu sem kallað er Flæmingjaland.
Belgísk ungmenni taka lífinu mátulega alvarlega og flest þeirra stunda íþróttir, þá sérstaklega fótbolta og hjólreiðar, og skreppa á tónleika, í bíó eða í skátaferðir um helgar. Líklega mun félagslífið hjá þér að mestu snúast um fjölskylduna og lítinn vinahóp.