Langar þig til næst stærsta lands í Suður-Ameríku?
Gríptu tækifærið, farðu út fyrir þægindarammann og kannaðu staðinn sem að Maradona byrjaði að sparka í bolta! Þar er tangó og fótbolti ástríða margra og landslagið er einfaldlega einstakt. Lærðu að dansa candombe, drekktu mate eða njóttu þín á fallegum ströndunum. Argentína og Úrúgvæ eru frábærir staðir fyrir spennandi námsdvöl erlendis. Kannaðu nútímalegar og líflegar borgirnar með frábærum söfnum, tónlist og leiklist og heillandi kaffihúsamenningu.
Ungmenni í Argentínu og Úrúgvæ eiga sér fjörlegt félagslíf. Þau hittast heima hjá vinunum og á kaffihúsum í grenndinni, skreppa í bíó eða fara út að dansa. Flestir nemendur eru í einhverju íþróttaliði (fótboltinn er langvinsælastur) eða skreppa í ræktina seinni part dags. Margir eru líka í tungumálanámi hjá tungumálaskóla. Ungmenni fara yfirleitt ferða sinna gangandi eða á hjóli eða nota strætisvagna í stærri borgunum.
ATH: Ef þú hefur áhuga á þessu prógrammi, þá sækirðu um Argentínu og munt lenda annað hvort í Argentínu eða Úrúgvæ.
„Að fara í skiptinám til Argentínu hefur gefið mér svo mikið. Nú á ég nýja fjölskyldu, nýja bestu vini um allan heim, þekki aðra menningu og þekki mig sjálfa betur en ég gerði áður. Þetta er svo sannarlega ekki bara eitt ár af lífinu þínu heldur líf í einu ári, og þessi reynsla mun breyta lífinu þinu!“ Eydís Oddsdóttir Stenersen, skiptinemi í Argentínu 2015-2016