Langar þig til næst stærsta lands í Suður-Ameríku?

Gríptu tækifærið, farðu út fyrir þægindarammann og kannaðu staðinn sem að Maradona byrjaði að sparka í bolta! Þar er tangó og fótbolti ástríða margra og landslagið er einfaldlega einstakt. Lærðu að dansa candombe, drekktu mate eða njóttu þín á fallegum ströndunum. Argentína og Úrúgvæ eru frábærir staðir fyrir spennandi námsdvöl erlendis. Kannaðu nútímalegar og líflegar borgirnar með frábærum söfnum, tónlist og leiklist og heillandi kaffihúsamenningu.

Ungmenni í Argentínu og Úrúgvæ eiga sér fjörlegt félagslíf. Þau hittast heima hjá vinunum og á kaffihúsum í grenndinni, skreppa í bíó eða fara út að dansa. Flestir nemendur eru í einhverju íþróttaliði (fótboltinn er langvinsælastur) eða skreppa í ræktina seinni part dags. Margir eru líka í tungumálanámi hjá tungumálaskóla. Ungmenni fara yfirleitt ferða sinna gangandi eða á hjóli eða nota strætisvagna í stærri borgunum.

ATH: Ef þú hefur áhuga á þessu prógrammi, þá sækirðu um Argentínu og munt lenda annað hvort í Argentínu eða Úrúgvæ.

„Að fara í skiptinám til Argentínu hefur gefið mér svo mikið. Nú á ég nýja fjölskyldu, nýja bestu vini um allan heim, þekki aðra menningu og þekki mig sjálfa betur en ég gerði áður. Þetta er svo sannarlega ekki bara eitt ár af lífinu þínu heldur líf í einu ári, og þessi reynsla mun breyta lífinu þinu!“ Eydís Oddsdóttir Stenersen, skiptinemi í Argentínu 2015-2016

 

Fólk og samfélag

Foreldrar og börn tala mikið saman og ræða skoðanir og plön, foreldrar vilja vita hvar börnin þeirra eru yfir daginn og ætlast til að fá nokkuð nákvæma útlistun á því. Fjölskyldustund við kvöldmatarborðið er ein sú mikilvægasta.

Skóli

Flestir skiptinemar fara í opinbera skóla og oft annað hvort á morgnana eða seinnipartinn. Skólaárið hefst í mars og lýkur í desember. Það eru allt að 35 nemar í bekk íklæddir skólabúningum.

A photo posted by Arina (@tripsteps) on

A photo posted by João Antunes (@j_vantunes) on

Tungumál

Í Argentínu og Úrúgvæ er töluð spænska. Grunnkunnátta í spænsku er ekki skilyrði áður en haldið er í skiptnám en hjálpar svo sannarlega til við aðlögun og nám.

Matur

Nautakjöt er afar vinsælt og grunnurinn að flestum réttum, t.d. paradilla, milanesas, chivito og empanadas. Hér er maturinn ekki sterkur eins og víða annars staðar í rómönsku Ameríku. Argentínumenn elska líka að drekka grænt te og rauðvín.

A photo posted by Zuz Ther (@suzanthe) on

Skoða skiptinám í Argentína og Úrúgvæ

BESbswy

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item