AFS fylgist náið með útbreiðslu COVID-19 þvert á öll landamæri og fer eftir leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda og stjórnvalda á hverjum stað. Þar sem veiran er nú orðin að heimsfaraldri, og sóttvarnir eru efldar í samræmi við það, hafa Alþjóðasamtök AFS  tekið þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun að kalla alla AFS skiptinema aftur til sinna heimalanda.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar AFS verða að sjálfsögðu áfram til staðar til að aðstoða nemendur. AFS skiptinemar verða sendir til heimalanda og fjölskyldna sinna á skipulagðan og öruggan hátt um leið og færi gefst.

Nær öll landssamtök AFS samstíga eru í þessari erfiðu ákvarðanatöku, en ákvörðun AFS í Bandaríkjunum liggur ekki enn fyrir. 

Þessi ákvörðun var ekki léttvæg en öryggi nemendanna er okkar fyrsta forgangsatriði. 

Rétt eins og nemar og fjölskyldur erum við afar vonsvikin yfir þessu, en við höfum aldrei áður þurft að grípa til viðlíkra aðgerða. Við  erum fullviss um að þetta sé besta leiðin til að tryggja hag nemenda okkar, sjálfboðaliða, hýsingarfjölskyldna og fjölskyldna sem heima bíða. 

Við höfum skuldbundið okkur til að flytja nemendur heim á öruggan, yfirvegaðan og skipulagðan hátt. Á næstu dögum munu öll aðildarsamtök AFS vera í samskiptum við nemendur, hýsingarfjölskyldur og sendingarfjölskyldur til að skipuleggja ferðatilhögun. Ferðatilhögun okkar tekur mið af upplýsingum frá áreiðanlegum heimildum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og ríkisstjórnum landa og verður öryggi vitaskuld í fyrirrúmi.

Við erum staðráðin í að stunda raunhæfar fyrirbyggjandi aðgerðir, fyrir og eftir endurkomu nemanna. AFS mun gera allt sem í valdi sínu stendur til að tryggja að nemar sem eru veikir muni ekki ferðast. Enn fremur munum við ítreka við nemana að þeir þurfi að fylgja staðbundnum heilbrigðis- og sóttvarnarreglum og meðmælum þegar þeir koma aftur til heimalandsins til að takmarka hættu á að Covid-19 dreifist frekar. Þetta innifelur sóttkví þar sem það á við.

Við munum halda áfram að undirbúa dvalir komandi tíma.

AFS hefur meira en 70  ára reynslu af skiptinámi og menningarlæsi og erum við enn staðráðin í að vinna að þeim markmiðum til framtíðar.  

Ef þú hefur sótt um dvöl með okkur á árinu 2020-2021 eða vilt frekari upplýsingar um dvalir á komandi skólaári má hafa samband við skrifstofu AFS á Íslandi.

Þótt við hefðum viljað að skiptinám sem nú hefur verið stytt hefði náð að ganga sitt skeið þá erum við þakklát fyrir það traust sem þeir nemar og fjölskyldur þeirra sýndu AFS og áhuga þeirra á að takast á við þá lífsreynslu sem dvöl með AFS er. 

Kærar þakkir fyrir þolinmæði ykkar og samvinnu í þessum erfiðu og einstöku aðstæðum. 

Fyrir hönd AFS á Íslandi,

Sólveig Ása Tryggvadóttir

Framkvæmdastjóri