Landsfundur AFS var haldinn helgina 27.-29. apríl s.l. á Laugum í Sælingsdal. Þangað voru boðuð skrifstofa, stjórn og deildir. Markmið fundarins var sá að stjórnir, starfsfólk og lykilsjálfboðaliðar komi saman og fái góða yfirsýn yfir hvað er í gangi innan samtakanna. Tinna og Gabriel af skrifstofu sáu um undirbúning og utanumhald fundarins og fengum við góðan gest frá EFIL, farandsþjálfann Lisu (Elisa Popper) en hún hélt einnig utan um okkur. Við fengum gott tækifæri til að kynnast hvoru öðru, kynna starf okkar, viðra hugmyndir og spyrja spurninga. Megin áhersla fundarins var á þeirri breytingu sem er að sjást á umsóknum í þau mismunandi prógrömm sem AFS býður upp á þar sem aukinn áhuga finnst á þriggja mánaða og heilsársprógrömmum en dvalandi fyrir heilsársprógrömmum. Bæði var fjallað um mögulegar ástæður sem og hvort þyrfti að grípa til einhverra ráðstafanna, og þá hverra. Sólveig Tryggvadóttir frá skrifstofunni leiddi þá vinnu og kynnti einnig greiningu sína á þessum málum. Margt gott kom fram og þátttakendur unnu hugmyndir sem eru tilbúnar nú til frekari vinnslu. Má nefna þar hugmyndir um bætt samskipti okkar við framhaldsskólana, kynningarmál, ný tækifæri o.fl.
Á sunnudagsmorgni var Lisa svo með mjög áhugaverða kynningu og verkefnavinnu um kulnun í starfi (e. burn out). Gott samtal, samvinna og samvera í sveitinni. Takk fyrir frábæran landsfund.
____________________
Halldóra Guðmundsdóttir, Formaður stjórnar AFS á Íslandi