Árið 2009 hóf stjórn AFS á Íslandi undirbúning að stofnun styrktarsjóðs til að styðja við bakið á ungu fólki með áhuga á að kynnast öðrum menningarheimum. Eftir nokkra undirbúningsvinnu var samþykkt á aukaaðalfundi AFS þann 20. febrúar 2013 að stofna sjálfseignarstofnunina Hollvini AFS á Íslandi. Í framhaldi var stofnfundur Hollvina haldinn í Þjóðmenningarhúsinu þann 21. mars 2013.
Hvaða styrkir eru í boði?
Megintilgangur styrkjaveitinganna er að aðstoða nemendur frá efnaminni heimilum (Fjárhagsstyrkur Hollvina AFS), en þó er einnig heimilt að veita styrki til verðandi skiptinema sem hafa sýnt afbragðs árangur á ýmsum sviðum, s.s. í námi, listum, sjálfboðastarfi eða íþróttum (Árangursstyrkur Hollvina AFS).
Árið 2022 eru styrkir í boði fyrir ársdvöl í öllum löndum sem AFS á Íslandi á sendir til.
Einnig eru styrkir í hálfsársdvöl í boði í eftirfarandi löndum:
Argentína/Úrúgvæ, Danmerkur og Írlands.
Með því að þiggja styrk Hollvina AFS á Íslandi skuldbindur þú þig til að taka þátt í sjálfboðaliðanámskeiði AFS á Íslandi eftir heimkomu úr skiptinámi, og að skrifa stutta greinagerð um upplifun þína í skiptináminu fyrir Hollvini AFS.