AFS-námsferlið og námskrá þess nær yfir AFS-upplifunina í heild, bæði fyrir og eftir skiptinámsdvöl barnsins þíns og tímabilið á meðan á henni stendur. Prógrammið byggir á þremur lykilmarkmiðum:
- Að barninu líði vel hjá nýrri fjölskyldu og í nýjum skóla
- Að barnið læri að eiga samskipti við og mynda vináttutengsl við fólk frá framandi menningarheimum.
- Að barnið þroski með sér þá þekkingu, færni og skilning sem ungmenni þarf til að vera virkur þátttakandi, íbúi, námsmaður, starfsmaður, sjálfboðaliði eða leiðtogi í sífellt fjölbreyttara samfélagi heimsins.
AFS-námferlið og námskrá þess byggist á 16 AFS-námsmarkmiðum (þróuðum af alþjóðlegum sérfræðingum AFS á sviði menningarlæsis) undir handleiðslu þjálfaðs starfsfólks og sjálfboðaliða AFS. Hluti námsins felst í skemmtilegum og fræðandi námskeiðum í heimalandinu og dvalarlandinu, þar sem nemendur fá aðstoð við að undirbúa sig fyrir skemmtilega og fræðandi AFS-námsdvöl.
Námsmarkmiðum AFS er ætlað að styðja nemendur til náms og þroska á fjórum sviðum:
Persónuleg gildi og færni: Í krafti reynslu sinnar læra nemendur að breyta erfiðum aðstæðum í dýrmætt tækifæri til persónulegs þroska. Nemendur eru hvattir til að endurmeta eigin gildi, víkka út færnisvið sitt og beita í verki nýfenginni lífsleikni sinni og dýpka um leið sjálfsskilning sinn. Nemendur öðlast að öllu jöfnu aukið sjálfstraust, aukna færni til skapandi og gagnrýninnar hugsunar og læra að leysa þau vandamál sem þeir standa frammi fyrir.
Tengslamyndun: AFS-nemendur taka virkan þátt í daglegu lífi og starfsumhverfi margs konar fólks í nýja umhverfinu. Þetta fólk getur verið fólk úr fósturfjölskyldunni, íbúar í samfélaginu, kennarar og aðrir nemendur. Þessi færni mun nýtast nemendum við margs konar aðstæður og verkefni síðar á ævinni. Að vera hluti af fjölskyldu, skóla og samfélagi bætir samskipta- og tungumálakunnáttu nemenda og þjálfar ungmenni í að vinna með skilvirkari hætti í hópum og teymum.
Þekking og skilningur á menningu/menningarlæsi: AFS-skiptinámsdvöl dýpkar skilning nemenda á eigin menningu og veitir þeim innsýn í menningu fósturlandsins eða dvalarlandsins – jafnt styrkleika sem veikleika. Með því að læra að meta aðra menningarheima öðlast nemendur skilning á bæði menningarlegum mun og öðrum fjölbreytileika og læra að þessi fjölbreytileiki gerir heiminn okkar betri og áhugaverðari.
Aukin meðvitund um mikilvæg málefni: Nemendur læra að skilja og taka tillit til mismunandi sjónarhorna á hnattræn málefni og vandamál og gera sér um leið ljóst að hagnýtar lausnir þurfa oft að taka mið af menningaraðstæðum til að virka sem skyldi. Markmið okkar er að hvetja og efla nemendur til að vinna með öðrum að því að byggja upp friðsælan og réttsýnan heim.