Kæru AFSarar
Við erum byrjuð að leita að fjölskyldum til að opna heimili sín fyrir flottum hópi nema sem mun koma til Íslands í ágúst 2025.
Við erum byrjuð að fá umsóknir frá samstarfslöndunum okkar víðs vegar um heiminn og munum við byrja að birta upplýsingar um nemana sem hafa sótt um í apríl 2025.
Ef þið viljið fá frekari upplýsingar um hvað það er að vera AFS fjölskylda,  þá ekki hika við að senda póst á [email protected] eða á [email protected]
AFS fjölskyldan sér skiptinemanum sínum fyrir fæði og húsnæði, en annan kostnað greiðir nemandinn sjálfur, svo sem útgjöld vegna tómstunda og annan vasapening.
AFS sér um að skrá skiptinemann í skólann, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun, t.d. með námskeiðum.

AFS fjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 AFS fjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS. Fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa þegar opnað heimili sitt og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja fólk sem hefur áhuga á að kynnarst borgurum heimsins að bjóða skiptinema inn í líf sitt.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

elisasC

Elisa (2007)

Elisa er 16 ára stúlka frá litlu þorpi í þýskumælandi-Sviss, þar sem hún býr með foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum. Elisa er hjálpsöm, opin, metnaðarfull og tillitsöm. Hún er mikill tónlistarunnandi og hefur spilað á klarinett í mörg ár.
Elisa er í hljómsveit sem spilar kvikmyndatónlist. Hún elskar íþróttir og fer út að skokka nokkrum sinnum í viku, fer á hestbak og er að læra æfingar á trampólíni. Henni finnst gaman eyða tímanum með vinum og fara á kaffihús, baka saman eða fara í sund. Hún segir að fjölskyldunni hennar þyki gaman að gera ýmislegt saman til dæmis að fara í fjallgöngur, fara á söfn og á skíði á veturna. En uppáhalds árstíð Elisu er veturinn og hún elskar snjó og kalda daga. Vegna þess hversu vænt henni þykir um dýr, borðar hún ekki kjöt og vonar að það sé ekki hindrun.
Hún er ekki matvönd og er alltaf tilbúin til að finna lausn með fósturfjölskyldunni sinni. Elisa hefur það að markmiði að læra íslensku fljótt og vel. Hún er nú hjá bráðabirgðafjölskyldu á Akureyri og er þegar byrjuð í VMA. Henni líður vel á Akureyri og langar mikið til að vera þar áfram ef það er möguleiki. Við erum því að leita að góðri fósturfjölskyldu fyrir Elisu á Akureyri.