Kynntu þér bólusetningakröfur landsins í þessari skrá Bólusetningar skiptinám það er mikilvægt að byrja bólusetningar þannig að þeim sé örugglega lokið fyrir áætlaða brottför.
Kynntu þér kröfur vegna áritunar í skránni Áritunarkostnaður_verð. AFS á Íslandi aðstoðar nema við öflun áritunar en kostnaður er ekki innifalinn í þátttökugjöldum.
Nemar sem fara í skiptinám til Brasilíu á sumarbrottför geta ekki ferðast til útlanda á tímabilinu júní og júlí og nemar á vetrarbrottför geta ekki ferðast til útlanda á tímabilinu desember og janúar. Á þessum tímabilum er áritunarferli í hámarki og vegabréf nemans ásamt gögnum er sent viðkomandi sendiráði í Noregi og getur það tekið sér 6-8 vikur í að klára áritunina.
Ef þú heldur að það gæti verið að þú uppfyllir ekki skilyrðin fyrir skiptinámið, vertu í sambandi og sendu okkur fyrirspurn á [email protected]