Við veitum fræðslu og þjálfun
AFS undirbýr og eflir leiðtoga framtíðarinnar, virka borgara og þá sem vilja gera heiminn okkar betri með því að þjálfa með þeim lykilfærni 21. aldarinnar í að virkja, leiða og eiga árangursríkt samstarf við mismunandi menningaraðstæður. Alþjóðlegu skiptinema-, náms- og sjálfboðaliðaprógrömmin okkar eru þjálfun í menningarlæsi sem byggð er á víðtækum rannsóknum og er stýrt af þjálfuðum AFS-sjálfboðaliðum og starfsmönnum AFS.
Skiptinám erlendis á vegum AFS
Við erum í fararbroddi við þjálfun í menningarlæsi, hvort sem þú kýst að ljúka menntaskólanámi í öðru landi, læra nýtt tungumál, fara í sumarskóla erlendis eða taka þér hlé á milli stúdentsprófs og háskólanáms til að víkka út sjóndeildarhringinn með ársdvöl við nám.
Fósturfjölskyldur
Að hýsa AFS-skiptinema er gefandi og þroskandi ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þið fræðist um framandi menningu og hefðir, deilið ykkar reynslu og öðlist nýja sýn á lífið.
Sjálfboðaliðar AFS á hverjum stað eru drifkrafturinn í öllu starfi samtakanna og veita nemendum og fjölskyldum virkan stuðning á ferðalagi sínu. Sjálfboðaliðar koma einnig að stjórnsýslu og stefnumótun og leiða þróunarverkefni í samstarfi við skóla og samfélög á hverjum stað.
Þjálfun í menningarlæsi og fræðsla um borgaravirkni
Við hjálpum fólki á öllum aldri og með margs konar bakgrunn að þróa með sér leiðtogafærni, hæfni til að leysa úr vandamálum, tungumálafærni og þá þvermenningarlegu færni sem nauðsynleg er til að stuðla að breytingum til hins betra um allan heim.