Hlustaðu á óminn frá líflegum samtölum úti á götu og njóttu þessa yndislega og fjölbreytta landslags þar sem fjöll, sléttur og ár eru hvarvetna. Serbar eru oftast nær afslappaðir og viðhorfi þeirra er best lýst með setningunni nema problema — ekkert mál! Það kemur því kannski einhverjum á óvart að þeir skuli líka vera opnir og málgefnir og alltaf til í að segja frá menningu sinni.
Ungt fólk í Serbíu er yfirleitt mjög félagslynt, opið og nýtur þess að fara á kaffihús, í skemmtigarða eða að stunda eða horfa á íþróttir: fótbolta, tennis og körfubolta. Það er lítið mál að taka þátt í tómstundanámskeiðum eða ganga til liðs við serbneskt þjóðdansafélag.