Hlustaðu á óminn frá líflegum samtölum úti á götu og njóttu þessa yndislega og fjölbreytta landslags þar sem fjöll, sléttur og ár eru hvarvetna. Serbar eru oftast nær afslappaðir og viðhorfi þeirra er best lýst með setningunni nema problema — ekkert mál!  Það kemur því kannski einhverjum á óvart að þeir skuli líka vera opnir og málgefnir og alltaf til í að segja frá menningu sinni.

Ungt fólk í Serbíu er yfirleitt mjög félagslynt, opið og nýtur þess að fara á kaffihús, í skemmtigarða eða að stunda eða horfa á íþróttir: fótbolta, tennis og körfubolta. Það er lítið mál að taka þátt í tómstundanámskeiðum eða ganga til liðs við serbneskt þjóðdansafélag.

 

Fólk og samfélag

Skiptinemar dvelja um landið allt, bæði í litlum bæjum og höfuðborginni Belgrad. Serbneskar fjölskyldur koma gjarnan saman á sunnudögum og ræða atburði vikunnar og slaka á saman.

Skóli

Skiptinemar fara í nokkurs konar menntaskóla og er skólaárið frá september fram í júní. Yfirleitt sækja nemar skóla annað hvort fyrri eða seinni part dags.

Tungumál

Í Serbíu er töluð serbneska, eina Evrópska tungumálið sem notar tvö stafróf, það latneska og kýríllískt. Enskukunnátta kemur sér einnig vel. AFS í Serbíu útvegar tungumálanámskeið.

Matur

Serbneskur matur er blanda af tyrkneskum, grískum og ungverskum hráefnum og brögðum. Kjöt, eldað grænmeti og hrísgrjón eru uppistaða matargerðarinnar. Veglegir eftirréttir eru líka algengir.

Skoða skiptinám í Serbía