Noregur er land með stórkostlegum jöklum og fjörðum og áköfum áhugamönnum um vetraríþróttir. Kíktu á hefðbundna norska þjóðlagahátíð eða skoðaðu eina af hinum frægu stafkirkjum Norðmanna, sem eru meðal elstu timburhúsa í heiminum. Þú gætir jafnvel séð mögnuð norsk norðurljós í allri sinni dýrð. Í Noregi er sterk söguhefð og landsmenn taka virkan þátt í samfélagsviðburðum og klæða sig gjarnan upp í þjóðbúningi, bunad, við sérstök tækifæri. Norðmenn á öllum aldri nýta hlýjustu mánuðina til hins ýtrasta og fjallgöngur, veiði og grill er vinsæl afþreying.
Ungt fólk í Noregi tekur oft þátt í ýmsum tómstundum eftir skóla og má þar nefna íþróttir, tónlist, listir og handverk. Þátttaka í skipulögðum félagsstörfum eins og skátunum, stjórnmálaklúbbum og Rauða krossinum er líka mjög vinsæl. Og eins og flestir unglingar alls staðar, eyða þeir helgunum í bíó, partýjum og á kaffihúsum.