Tesiðir, yndisfagrir garðar og friðsæl hof takast á við ofurhraðalestir, gríðarlega skilvirkni og nútímalegustu skýjakljúfa veraldar. Hvort tveggja er órjúfanlegur hluti af japanskri menningu.
Félagslíf japanskra ungmenna fer aðallega fram í skólanum og í klúbbastarfi, svo sem hjá íþróttafélögum (hafnabolti, fótbolti, körfubolti, júdó, kendo eða japanskar skylmingar, karate eða hlaupaíþróttir) og námsklúbbum (t.d. enska, útvarpsmiðlun, skrautskrift, tesiðir, leiklist, hljómsveitaræfingar, matargerð, raungreinar og stærðfræði). Japönsk ungmenni eru líka hrifin af kawaii-dægurmenningu („kawai“ merkir „allt sem er sætt og krúttlegt“), J-poppi (japanskri popptónlist), manga og anime. Karaoke (karókísöngur) með vinunum er líka mjög vinsæl skemmtun. Fæstir japanskir unglingar eru úti seint að kvöldi.