Tesiðir, yndisfagrir garðar og friðsæl hof takast á við ofurhraðalestir, gríðarlega skilvirkni og nútímalegustu skýjakljúfa veraldar. Hvort tveggja er órjúfanlegur hluti af japanskri menningu.

Félagslíf japanskra ungmenna fer aðallega fram í skólanum og í klúbbastarfi, svo sem hjá íþróttafélögum (hafnabolti, fótbolti, körfubolti, júdó, kendo eða japanskar skylmingar, karate eða hlaupaíþróttir) og námsklúbbum (t.d. enska, útvarpsmiðlun, skrautskrift, tesiðir, leiklist, hljómsveitaræfingar, matargerð, raungreinar og stærðfræði). Japönsk ungmenni eru líka hrifin af kawaii-dægurmenningu („kawai“ merkir „allt sem er sætt og krúttlegt“), J-poppi (japanskri popptónlist), manga og anime. Karaoke (karókísöngur) með vinunum er líka mjög vinsæl skemmtun. Fæstir japanskir unglingar eru úti seint að kvöldi.

 

Another Day, Another Yukata Another Picture With My Host Sister ✨ #yukata #exchangestudent #japan #funtimes

A photo posted by Daryan | ダリヤン (@daryan_schultz) on

Fólk og samfélag

Skiptinemar dvelja um allt landið en flestir í minni bæjum. Í japönsku samfélagi er mikil virðing borin fyrir hinum eldri og reynslumeiri. Einnig er mikilvægt að halda heimili sínu hreinu og mega nemar gera ráð fyrir að hjálpa til, hafa ákveðin húsverk á sinni könnu. Á flestum heimilum er mikið lagt upp úr hefðbundinni matargerð og fjölskyldan kemur saman til að borða. Gott að muna að fara úr skóm í inniskó þegar þú kemur inn á heimili í Japan.

Skóli

Menntun og velgengni í skóla er afar hátt skrifuð í Japan. Skólaárið er frá apríl til mars (mánudag-föstudag, 8.30-15.30). Nemar klæðast skólabúningum og fara í skólann á hjóli, í strætó eða lest. Skiptinemar sem fara til Japans þurfa að standa vel námslega þar sem skólinn er afar krefjandi og mismikil aðstoð býðst. Að skóla loknum koma nemar yfirleitt saman og þrífa skólasvæðið í hálfa klukkustund. Þá er einnig ýmislegt tómstundastarf, klúbbar eða íþróttaiðkun í boði að loknum skóla.

Matur

Matargerð er nokkurs konar listform í Japan og flestar fjölskyldur leggja sig fram um að elda listagóðan mat. Mikið er um hrísgrjón, núðlur, ferskt grænmeti, ávexti, kjöt og sjávarfang. Notast er við matarprjóna í stað hnífapara. Hrísgrjón og grænt te er hluti af flestum máltíðum. Þá eru eftirréttir líka vinsælir og öðruvísi en við eigum að venjast, t.d. wagashi.

Tungumál

Japanska er töluð í Japan. Grunnþekking á málinu fyrir skiptinám hjálpar mikið sem og grunnþekking í ensku þó að á sumum svæðum er enska lítið töluð. Sumir skólar og einhverjar AFS deildir bjóða upp á tungumálanámskeið við upphaf dvalar. Það veltur þó að mestu á nemanum að tileinka sér tungumálið.

A photo posted by デア (@nadiavirdhani) on

Skoða skiptinám í Japan

Sólveig

Skólaár í Japan

  • LandJapan
  • Lengd10 mánuðir eða lengri
  • Þátttökugjald2.650.000 kr.
  • Dagsetningar
    • mar 2025 - jan 2026
    • ágú 2025 - júl 2026
Við mælum með!