Föstudagsfréttir snúa aftur


Að halda áfram…
The new normal

Þetta haustið tekur AFS á Íslandi á móti og sendir skiptinema í takmörkuðu magni.
Það er ekki sjálfsagt að senda nema í því árferði sem ríkir. Mat AFS er þó að það hafi sjaldan verið jafn mikilvægt að halda starfsemi félaga- og menntasamtaka áfram. Byggja brýr og þjálfa ungt fólk í menningarlæsi, samfélagsvirkni og samstarfi. AFS um allan heim er skuldbundið þúsundum skóla og nema sem vilja öðlast alþjóðlega menntun og leiðtogahæfni. AFS á Íslandi hefur yfir 60 ára reynslu af nemendaskiptum og enn lengri á heimsvísu. Öryggi nemanna er alltaf okkar fyrsta forgangsatriði og fylgist áhættu og öryggisteymi alþjóðasamtakanna í New York  ásamt móttökulöndum mjög vel með tilskipunum landa og framvindu faraldursins. 

Í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins herjaði yfir tók AFS á Íslandi þá ákvörðun að fresta þeim nemum sem hægt var og senda takmarkaðan fjölda í haust. AFS á Íslandi tekur núna á móti 16 nemum og sendir 11 nema utan. Nokkrir þeirra nema eru að fara í annað sinn eftir mjög stutta dvöl í byrjun árs 2020. Skólar í móttökulöndum eru með svipuðu sniði og hér á Íslandi í vetur. Á heimsvísu sendir AFS um 30% af vanalegum fjölda nema, ekki geta öll lönd tekið á móti nemum, bæði vegna COVID-19 sem og erfiðleika við það að fá áritanir fyrir nema. Íslenskir nemar ferðast til að mynda nær einungis til Evrópu núna í haust. Snemma á næsta ári er gert ráð fyrir að senda fleiri nema og taka á móti. 

Að fara í AFS skiptinám er í venjulegu árferði merkileg upplifun og við erum mjög stolt af þeim nemum og fjölskyldum sem taka þátt með okkur í vetur. Heimurinn er að taka breytingum og það verður gaman fyrir nema og fósturfjölskyldur að skoða þetta sögulega tímabil frá mörgum sjónarhornum. Höldum áfram að byggja brýr og fyrirbyggja fordóma með þátttöku og auðmýkt.

Undirbúningsnámskeið 8-9.  ágúst

Nú í byrjun ágúst var okkar árlega undirbúningsnámskeið. Það var aðeins seinna á ferðinni í ár sökum heimsfaraldursins en við létum það ekki stoppa okkur, enda mikilvægur liður í skiptináminu. Þetta námskeið var með aðeins breyttara sniði heldur en oft áður þar sem að passa þurfti tveggja metra regluna og engir liðir gátu innihaldið snertingu. Einnig voru nokkrir nemar sem þurftu að snúa heim vegna COVID-19 faraldursins nú fyrr í vor og halda út í annað sinn, aftur á námskeiðinu. Þau fengu stundum annars konar hlutverk í liðunum sem þau þekktu frá fyrra námskeiði eins og að fylgjast með viðbrögðum hinna og taka niður punkta fyrir umræður.  Einnig vorum við svo heppin að hafa ESC sjálfboðaliðann okkar á skrifstofu AFS, hana Anke, með í umsjónarmanna og undirbúningsteyminu. Hún kom með skemmtilegar tillögur frá sínum reynsluheimi í AFS í Hollandi, svo sem eins og að bæta inn heilum lið í sambandi við væntingar til fósturfjölskyldna, sem heppnaðist einstaklega vel. Okkur umsjónarmönnum námskeiðsins fannst einnig frábært að sjá hversu margir sjálfboðaliðar höfðu áhuga á því að vera með á námskeiðinu en því miður þurfti að velja úr þeim hópi þar sem fleiri sjálfboðaliðar sóttu um en fjöldi nema á námskeiðinu var! Þeir sjálfboðaliðar sem svo tóku þátt í sjálfu námskeiðinu stóðu sig, auðvitað, stórkostlega. Allt í allt heppnaðist námskeiðið vel og þeir nemar sem tóku þátt gengu út með allskyns ný verkfæri og tól sem ættu að nýtast þeim í dvölinni og ég er hand viss um að þessir nemar eigi eftir að standa sig með prýði í skiptináminu sínu.

Fyrstu nemarnir flognir á brott

Brottfarir íslenskra nema í skiptinám erlendis verða með óvenjulegu sniði í haust og spanna brottfarardagar yfir 3 mánuði þar sem skólahald hefur tekið breytingum í hinum ýmsu löndum. Fyrsti íslenski neminn hélt þó af stað til Sviss þann 15. ágúst s.l. og nú undirbúa tveir nemar sig til brottfarar til Belgíu á morgun, 29. ágúst. Við óskum þeim alls hins besta í þessu spennandi ævintýri!

Koma erlendra nema 20-21. ágúst

Við tókum á móti 15 erlendum skiptinemum föstudaginn 21. ágúst og sóttu sjálfboðaliðar og fósturfjölskyldur nemana á Keflavíkurflugvöll. Helgina á undan komu fram nýjar reglur varðandi sóttkví sem setti okkur í erfiða stöðu vegna komu nemanna sem verða átti um 5 dögum seinna. Í stað heimkomusmitgátar þurftu nemarnir nú að fara í sóttkví. Þetta flækti málin eftir langan undirbúning, en þökk sé öllum okkar frábæru fjölskyldum og sjálfboðaliðum þá leystist ótrúlega vel úr málum. Við erum afar þakklát fjölskyldum okkar og sjálfboðaliðum fyrir að vera ótrúlega lausnamiðuð og gátum tekið á móti öllum 15 skiptinemunum okkar. Einn nemi er enn ókominn og hlökkum við til að taka á móti honum sem allra fyrst.

Við erum mjög montin með dreifinguna í ár, 3 nemar eru á Vestfjörðum, 5 á Norðurlandi, 2 á Austfjörðum, 2 á Suðurlandi, 1 í Reykjanesbæ og á 3 á Höfuðborgarsvæðinu.

Online sessions ended successfully

From May until July we have hosted weekly online training sessions. These sessions were divided over 3 tracks: AFS Basics, AFS Skills and Let’s go big! It was nice to see that volunteers from all over Iceland could easily join in this event. Volunteers were actively engaged online which led to great and interesting sessions. We would like to thank all the trainers who facilitated a session and of course the volunteers for participating.

Global Ideation

From 4-6 september there will be the AFS global Ideation.

The “Ideathon” (a hackathon for ideas – ideathon) is a 48 hours global digital brainstorming event taking place next week, where AFS volunteers and staff from around the world will work together to find solutions to common challenges. Entirely volunteer created and led, the Ideathon is an opportunity to shape the future of our organisation together by fostering creativity and exchanging ideas.

You can join as a challenge owner or a solver. Whether you have an issue you want to tackle or you want to help come up with innovative ideas and new approaches, SIGN UP and help co-create solutions with a global team.

Read more on the Ideathon website: https://afs.org/ideathon/