Sumaropnun AFS
Í júní, júlí og ágúst verður skrifstofa AFS opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Símatími er frá 10-12 og 13-16 þessa daga.
Sumarkveðja
Starfsfólk AFS
Fósturfjölskylduöflun
AFS á Íslandi mun taka á móti nokkrum skiptinemum núna í haust. Upphaflega gerðum við ráð fyrir að taka á móti 39 nemum áður en Kórónuveiran lagðist á heiminn. Í ljósi aðstæðna er ljóst að það gengur ekki eftir og í ágúst vonumst við því til að geta að boðið allt að 15 ungmennum í skiptinám til Íslands. Það er þó þannig að við erum mjög bundin því hversu magrar fjölskyldur við fáum. Ef við náum ekki að finna nógu margar fjölskyldur minnkar fjöldi nema enn frekar. Við viljum því hvetja alla sem geta að aðstoðað okkur við að finna fjölskyldu svo sem með því að tala við vini og fjölskyldu, fá leyfi til endurpósta lýsingum á nemum á bæjarsíðum eða hvað eina sem ykkur dettur í hug að geti hjálpað. Við þurfum sem aldrei fyrr á aðstoð sjálfboðaliða og annarra velunnara að halda þessum tímum. Reynum því að finna sem flestar fjölskyldur saman svo við getum tekið á móti fleirum nemum og látið draum þeirra um að vera hér á landi í skiptinámi rætast.
AFS mun einnig taka á móti 7 þriggja mánaða nemum í janúar 2021 í stað þess að taka á móti þeim í haust og þar með dreifa álaginu við fósturfjölskylduleitina.
Online end-of-stay
Þegar skiptinemar undirbúa sig undir að klára dvöl sína á Íslandi er venjuleg haldið námskeið sem við köllum End of Stay þar sem nemar hittast, eru kennd tól til þess að takast á við heimkomu sína og fá tækifæri til að kveðjast. Síðasta laugardag (23. maí) héldu 3 sjálfboðaliðar slíkt námskeið en þar sem allir nemar voru nýlega sendir heim vegna Covid-19 fór það fram á Zoom á netinu. Þar komu saman 12 nemar frá 10 mismunandi löndum. Á námskeiðinu deildum við meðal annars hlut sem minnir okkur á Ísland, töluðum um upplifanir okkar í skiptináminu og um Covid-19 ástandið í heiminum. Þetta var mjög skemmtilegt og það var mikilvægt fyrir alla að sjá hvort annað aftur eftir langan tíma í sitt hvoru lagi vegna samkomubanns og fyrri brottför til heimalands þeirra. Í lokinn tókum við leik/energizer sem við kenndum þeim á fyrsta námskeiðinu þeirra þegar þau komu til Íslands og þrátt fyrir 6 mismunandi tímabelti og 15 misgóðar nettengingar þá náðist það nokkuð vel!
View this post on Instagram
Online sessions started
The past weeks we have had our first two online training sessions within the AFS basics track. We have looked into what AFS stands for and how this connects to its history. We also looked into the opportunities as a volunteer of AFS.
The second track “AFS Skills” will start June 8th and will be followed by the 3rd and last track on July 6th. Sessions are offered in English and Icelandic. The following sessions are offered within track two:
> June 8th: Communication Styles
> June 15th: Debriefing
> June 22nd: DIVE
> June 29th: Coordination / leadership
Sign up for the sessions here! https://forms.gle/okT4cwy4UAGAEt189