Opinn fundur sjálfboðaliða 

Föstudaginn 3. apríl var haldinn opinn fundur sjálfboðaliða AFS í gegnum netið. Fundinum var stjórnað af fræðslustjóra samtakanna sem fór yfir stöðu mála í ljósi COVID-19 faraldursins með sjálfboðaliðunum. Ljóst er að faraldurinn hefur í för með sér breytingar á starfi AFS en á sama tíma er auðséð að mikil þörf er fyrir sjálfboðaliða nú til að vinna mikilvægt starf AFS. Margir sjálfboðaliðar mættu á fundinn af öllum landshornum og var óskað eftir að hafa opna fundi á netinu oftar. Upptöku af fundinum má finna á WorkPlace sem allir AFS sjálfboðaliðar eru með aðgang að. Ef þig vantar aðgang getur þú haft samband við fræðslustjóra (tinna@afs.org).

Skiptinemar

Vegna COVID-19 voru allir nemar kallaðir til síns heima. Allir íslenskir nemar eru komnir heim, en ennþá er einn erlendur nemi sem bíður í góðu yfirlæti hjá fósturfjölskyldu sinni hér á Íslandi þar til öruggt verður fyrir hana að ferðast.

Undirbúningur fyrir haustbrottför 2020

Það er orðið nokkuð ljóst að líkur eru á því að haustbrottför skiptinema verður með breyttu sniði. Við hjá AFS eins og allur heimurinn vildum óska þess að við sæjum betur inn í framtíðina en verðum eins og allir að vera sveigjanleg. Við erum heppin að vera í góðu samtali við alla samstarfaðila okkar sem og alþjóðaskrifstofu okkar í New York.  Tíminn leiðir það í ljós hvernig skipulagning vetrarins verður nákvæmlega. Það er þó klárt mál að menntun í samskiptum, menningarlæsi, lausnaleit og samstarfi þjóða að sameiginlegum markmiðum hefur aldrei verið mikilvægari. 

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa AFS hefur verið lokuð meira og minna í apríl. Starfsmenn fara að mæta til vinnu á skrifstofuna í næstu viku og við opnum fyrir símann mánudaginn 4. Maí.

Sjálfboðaliðastarf

Mikilvægi sjálfboðaliðastarfsins hefur aldrei verið meiri! Á tímum sem þessum finnum við þörfina fyrir auknu menningarlæsi og möguleika ungs fólks til að láta til sín taka í samfélaginu. Það er því mikilvægt fyrir AFS að halda uppi starfinu með sem bestum hætti. Áhersla verður lögð á að taka inn nema sem eru nýkomnir heim úr sínu námi, þau sem stefna á að fara út í skiptinám og alla sem hafa áhuga. Einnig viljum við leita til þeirra sem hafa verið í starfinu og vilja koma aftur inn sem og auðvitað alveg ný andlit sem vilja taka þátt. 

Sjálfboðaliðar úr þjálfarateymi AFS eru um þessar mundir að undirbúa netnámskeið sem munu fara af stað í byrjun maí. Þar verður hægt að afla sér þekkingar um ýmiss mál, kynnast sjálfboðaliðastarfinu sem og öðrum sjálfboðaliðum. Þessi námskeið eru bæði liður í því að efla starfið og halda sjálfboðaliðum áhugasömum um AFS sem og að styrkja hópinn og búa til samfélag innan sjálfboðaliðastarfsins. Nánari upplýsingar um þessi námskeið koma síðar.

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item