Program Directors fundur í Riga

Vikuna 2.-6. mars flykktust deildarstjórar nema AFS skrifstofa um allan heim, svokallaðir Program Directors, til Riga í Lettlandi. Þar fór fram fundur á vegum EFIL, regnhlífasamtaka AFS í Evrópu, og AFS International, alþjóðaskrifstofu samtakanna. 

Það voru mikil gleðitíðindi að AFS á Íslandi hlaut fullan styrk til að senda starfsmann á fundinn til að kynna velgengni íslensku samtakanna með nýtt umsóknarkerfi og þau tækifæri sem felast í því. Ásdís Björk Gunnarsdóttir fór fyrir hönd íslensku samtakanna.

Á fundinum fengu starfsmenn við umsjón prógramma vettvang til að kynnast, læra af hvoru öðru, ræða og reyna að finna lausnir á sameiginlegum áskorunum, vinna að betrumbættri stefnu samtakanna og nýjum verkefnum.

Dagskrá var fjölbreytt og áhugaverð. Helstu efnisatriði beindust að uppfærslu á námsskrá AFS og hvernig við getum stuðlað að óformlegri fræðslu á meðan skiptinámi stendur, nýju umsóknarkerfi AFS og þau tækifæri sem það veitir, mannauðsstefnu AFS á alþjóðavísu, fósturfjölskylduöflun, velgengni og uppfærslu PEACE prógrammsins (3 mánaða skiptinám í Evrópu og Asíu) og loks stefnu AFS og verklagsreglum. Einnig gafst tími til að eiga persónulega fundi við samstarfsfólk af öðrum landaskrifstofum til að ræða ýmis mál og liðka samskipti.

Fundurinn var allt í allt virkilega góður og nytsamlegur. Það er alltaf jafn hvetjandi að minnast þess að því að þrátt fyrir hvað við erum ólík, þá erum við öll að vinna við sama veruleika og að sama markmiði. Við þurfum því að vera dugleg að tala saman og læra af hvoru öðru. Síðast en ekki síst er ómetanlegt að fá að hitta allt það góða fólk sem maður talar við í gegnum skjáinn á hverjum degi! 

Við þökkum því AFS International og EFIL kærlega fyrir okkur.

Kynningarfundi frestað 

Í ljósi stöðunnar hefur verið ákveðið að fresta kynningarfundi sem halda átti 18. mars. Þess í stað hvetjum við áhugasama að bóka með okkur fund í raun- eða netheimum. 

Hafðu samband við [email protected] eða síma 552-5450 til að bóka tíma.

Staða fósturfjölskylduöflunar 

Allar lýsingar á þeim skiptinemum sem koma til okkar í haust eru nú komnar á heimasíðuna okkar: https://www.afs.is/fosturfjolskyldur/skiptinemar-a-islandi-2020/  

Eins og er eru fjórar staðfestar fósturfjölskyldur sem og þrjár aðrar sem eru að skoða nema. Ef þú ert að íhuga að verða fósturfjölskylda eða þekkir einhvern sem hefði áhuga hvetjum við þig til að hafa samband við [email protected] eða í síma 552-5450.

Við erum svo með auglýsingu á Facebook sem við viljum biðja ykkur um að deila eins mikið og hægt er svo sem flestir sjái: https://www.facebook.com/skiptinemi/posts/10158801151692985

Aðalfundur Hollvina AFS 

Aðalfundur Hollvina var haldinn 27. febrúar síðastliðinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Kosið var í stjórn. Erlendur Magnússon hefur sinnt formennsku undanfarin ár og var endurkjörinn. Auk hans sitja svo í stjórn Þorvarður Gunnarsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir. Guðrún er fulltrúi frá stjórn AFS á Íslandi. Að loknum fundarstörfum hélt hringfarinn og fyrrum formaður samtakanna, Kristján Gíslason svo mjög áhrifamikinn fyrirlestur um heimsreisu sína á móturhjóli.

Pálínuboð Reykjavíkurdeildar AFS

Síðustu helgi hélt Reykjavíkurdeild AFS pálínuboð fyrir erlenda skiptinema AFS á höfuðborgarsvæðinu. Ásamt þeim voru fósturfjölskyldur þeirra. Boðið var í umsjón frábærra sjálfboðaliðum AFS, sem voru dugleg að undirbúa og skipuleggja boðið.  Allar fósturfjölskyldunar og skiptinemanir komu með mat til að deila, mikið var í boði og gaman var að sjá fjölbreytileika matarins. Eins og sagt var áðan, þá voru sjálfboðaliðar að sjá um viðburðin. Pálínuboðið er eitt af mörgum viðburðum sem sjálfboðaliðar AFS sjá um fyrir erlenda nema hér á höfuðborgasvæðinu, og sá viðburður er partur af Mamen; sem stendur fyrir Mánaðalegir Atburðir Með Erlendum Nemum. Í Mamen gerum við ýmisskonar hluti eins og, að fara í keilu, fara að skauta, horfa á bíó-myndir og margt fleira.

Gaman var að halda þeinna viðburð og vonandi verða fleiri á næstuni.

– Friðrik H.G., sjálfboðaliðið Reykjavíkurdeildar

Frábær árangur Giovanni á stærðfræðimóti 

Giovanni, sem er skiptinemi AFS frá Ítalíu og býr hjá fósturfjölskyldu sinni í Stykkishólmi, lenti í 5. sæti í úrslitum Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema um síðustu helgi. Þar keppni hann fyrir hönd Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Við erum afar stolt af þessum klára dreng og sendum honum innilegar hamingjuóskir!

Giovanni er hér fremst lengst til vinstri.