Sunnudaginn 16. febrúar héldu sjálfboðaliðar AFS sjálfboðaliðanámskeið á skrifstofu samtakanna í Reykjavík. Á námskeiðið komu nýjir sjálfboðaliðar samtakanna og fræddust um það hvað það er að vera sjálfboðaliði, hvaða verkefni sjálfboðaliðar vinna og margt fleira. Einnig var lögð áhersla á að hópurinn gæti kynnst sín á milli en mikið er lagt upp úr því að það sé gaman í starfinu.

Sjálfboðaliðanámskeiðið var haldið í beinu framhaldi af heimkomunámskeiðinu sem var daginn áður og var því mikið af sömu þátttakendunum. Okkur fannst tilvalið að hafa þetta svona saman svo auðveldara væri fyrir þau sem búa utan höfuðborgarsvæðisins að taka þátt.

Halldóra Guðmundsdóttir, formaður AFS, kom einnig á námskeiðið til að kynna sig og stjórn samtakannna og gefa út viðurkenningarskjöl fyrir þáttöku.

AFS eru sjálfboðliðarekin samtök og því sérstaklega mikilvægt að hafa námskeið sem þessi með reglulegu millibili. Að öllu jafna er haldið eitt á þessum tíma árs og annað í september/október. Allir geta verið sjálfboðaliðar! Ekki þarf að hafa farið í skiptinám til að taka þátt í starfinu. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðaliðastarfinu getur þú sent tölvupóst á tinna@afs.org

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item