Stjórn Hollvina AFS á Íslandi hefur samþykkt styrkveitingar til verðandi skiptinema sem halda utan til náms á komandi sumri.  Samþykktir voru 4 styrkir, bæði til umsækjenda sem koma frá heimilum með erfiða fjárhagsstöðu, svo og til umsækjenda sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í námi, listum, íþróttum og félagsstarfi.  Heildarupphæð þessara styrkja er 1.700.000 kr.

Þá var úthlutað sérstökum styrk fyrir leiðtoga framtíðarinnar til þátttöku í skiptinámi á Ítalíu skólaárið 2020-2021.  Upphæð styrksins er 1.194.000 kr.  Margar framúrskarandi umsóknir bárust um þennan styrk og valið því ekki auðvelt.  Þetta er í fyrsta sinn sem Hollvinir veita slíkan styrk, en honum er m.a. ætlað að vekja athygli á skiptinámi á Ítalíu, þar sem eitt af öflugustu AFS landsfélögum (Intercultura) starfar.

Fyrr á árinu veittu Hollvinir styrk að upphæð 150.000 kr. til skiptinema sem fór utan í byrjun árs 2020.  Samtals nema samþykktar styrkveitingar Hollvina AFS á Íslandi á þessu starfsári 3.044.000 kr. og er það hæsta upphæð sem hefur verið samþykkt til úthlutunar á einu ári.

Hollvinir AFS á Íslandi er sjálfseignastofnun sem fyrrum skiptinemar, foreldrar skiptinema, hýsingarforeldrar og aðrir velunnarar AFS á Íslandi styðja við með föstu mánaðarlegu framlagi.  Hollvinir voru stofnaðir 2013 og er markmið þeirra að styðja við nemendaskipti AFS á Íslandi með námsstyrkjum.  Ráðstöfunarfé stofnunarinnar kemur frá framlögum Hollvina og ávöxtun fjárfestinga í eigu stofnunarinnar.  Fyrstu 6 starfsárin veittu Hollvinir 50 nemendum styrki og nemur heildar styrkupphæð rúmlega 10 milljónum króna á tímabilinu.  Ljóst er að hluti þeirra skiptinema sem hafa notið góðs af styrkjum Hollvina hefðu ekki getað tekið þátt í skiptinámi AFS nema vegna styrkveitinga frá Hollvinum.  Auk þess hafa Hollvinir tvívegis styrkt sérstök rannsóknarverkefni sem tengjast nemendaskiptum AFS alþjóðlega.

Texti: Erlendur Magnússon, formaður Hollvina AFS

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item