Fimm sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í Norrrænni Leiðtogaþjálfun sem er samvinnuverkefni AFS á Norðurlöndunum. Verkefnið var styrkt af Erasmus+ eins og við höfum áður sagt frá. Verkefnið byrjaði í janúar og stendur fram í ágúst.

Í janúar og byrjun febrúar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í net-námskeiði þar sem farið var yfir ýmist efni tengt leiðtogahæfni og sjálfsskoðun ásamt því að tækifæri var fyrir sjálfboðaliðanna að kynnast sín á milli á fundi sem haldinn var í gegnum netið.

Dagana 7.-9. febrúar hittist allur hópurinn á námskeið í Höllviken í Svíþjóð. Þar voru komnir saman tæplega 30 sjálfboðaliðar og starfsfólk AFS á Norðurlöndunum. Námskeiðið er annar hlutinn af Leiðtogaþjálfuninni en þriðju hlutinn er svo sex mánaða eftirfylgni með mentor þar sem hver sjálfboðaliði vinnur að eigin verkefni. 

Á þessu þriggja daga námskeiði í Höllviken öðluðust þáttakendur dýpri skilning á því efni sem farið var yfir á netnámskeiðinu sem og kynntust hvort öðru betur. Markmiðið með námskeiðinu var að gefa sjálfboðaliðum þau tæki og tól sem þau þurfa til að styrkja starfið í sínum samtökum. Sérstök áhersla var á að undirbúa sjálfboðaliða til að vinna að verkefni með sjálfboðaliðum í sinni deild þegar heim er komið. 

Við hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með þeim verkefnum sem fara af stað á næstu mánuðum.

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item