Í byrjun árs gáfu Alþjóðasamtök AFS út nýja alþjóðlega rannsóknarskýrslu eftir tveggja ára rannsóknarvinnu. Markmiðið með könnuninni var að kanna svokölluð AFS áhrif. Skýrsla ber titilinn Að skapa alheimsborgara: AFS áhrifin (e. “Creating Global Citizens: The AFS Effect”) og  byggir á svörum 10.500 þátttakenda sem hafa farið í AFS skiptinámi frá 80 löndum um allan heim.

Áhrif á íslenska nema

Könnunin var send út á fyrrum skiptinema og félaga hérlendis. Þátttaka var góð og náði til víðs aldurshóps. Elsti þátttakandinn fór í skiptinám 1959 og sá yngsti árið 2018. Þátttakan á Íslandi var góð og tóku 126 fyrrum AFS nemar könnunina.

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður má lesa úr gögnunum. Samkvæmt niðurstöðum frá Íslandi hefur AFS í gegnum árin náð sínum helstu markmiðum með skiptináminu.

Niðurstöður könnuninnar á áhrifum skiptináms á íslenska nema sýna að:

  • 93% AFS skiptinema telja að þeir hafi styrkt hæfni sína í alþjóðasamskiptum. 
  • 96% AFS skiptinema telja að þeir hafi aukið aðlögunarfærni sína og sveigjanleika.
  • 92% AFS skiptinema öðlast aukið sjálfstraust.
  • 97% AFS skiptinema telja að skiptinámið hafi aukið víðsýni þeirra og hæfileika í samskiptum við aðra.
  • 88% AFS skiptinema auka færni sína í flókinni lausnaleit.
  • 94% AFS skiptinema hafa aukið skilning sinn á mikilvægi fjölmenningarsamfélagsins.
  • 68% AFS skiptinema telja sig hafa styrkt leiðtogahæfni sína.
  • 71% telja að AFS skiptinám hafi hvatt þau til frekari virkni í nærsamfélaginu
  • 97% AFS skiptinema tala annað tungumál reiprennandi.

Hér eru niðurstöður íslensku þáttakendanna.

Aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis 

Þetta er ein stærsta könnun sem gerð hefur verið á áhrifum AFS skiptináms á alþjóðavísu. Áður hefur AFS á Íslandi í samstarfi við stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Hollvini AFS á Íslandi og Dr. Hallfríði Þórarinsdóttur skoðað áhrif skiptináms með eigindlegri rannsókn sem gerð var á íslenskum og erlendum nemum hérlendis á árunum 2015-16, Get ég sett mig í þín spor? Reynsla af því að vera skiptinemi. Af öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið í háskólum hérlendis ber helst að nefna meistaraverkefni við Háskóla Íslands 2015. Sólrún Helga Guðmundsdóttir kennari rannsakaði þá hugtakið heimsborgaraauður (e. Cosmopolitan Capital) í sambandi við menntunartækifæri íslenskra ungmenna. Hún framkvæmdi eigindlega rannsókn á tveimur hópum. Nemum sem fóru í stutt nemendaskipti og nema sem fóru í AFS skiptinám í eitt ár. Niðurstöður sýndu marktækan mun á auknu sjálfstæði og sterkari sjálfsmynd hjá AFS nemum.

Á tímum alþjóðavæðingar og með aukinni samkeppni verður mikilvægara fyrir AFS samtökin að geta sýnt fram á með skýrum hætti þá færni sem nemar öðlast í skiptináminu. Hvað er svona frábært við það að fara í skiptinám? Fyrir utan þetta ævintýri sem allir tala um. Enn  fremur er mikilvægt að koma orðum að þessari óformlegu menntun sem nemarnir öðlast til þess að geta sett þessa færni í fastari ramma fyrir t.d. skólasamfélagið. Þessi rannsókn er stór liður í því.

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item