Stjórn AFS hittist síðastliðin laugardag 18. janúar og hélt fyrsta vinnufund stjórnarársins. Vinnufundir eru góð leið til þess að kafa betur ofan í málefnin. Fundurinn var haldinn í Skipholtinu og hóparnir unnu að forvarnarstefnu og fjármálasýn.

Núverandi stjórn tók við taumunum í október og vinnur að stefnu samtakanna ásamt því auðvitað að tækla hin fjölmörgu málefni sem koma upp innan starfsins. Mikill fókus er á sjálfboðaliðastarf og markaðsstöðu samtakanna sem og oft áður.

Haldnir verða 3 vinnufundir á stjórnartíðinni í bland við hefðbundna stöðufundi og auðvitað Landsfund. Í Aðalstjórn AFS sitja sjálfboðaliðar, sem allir þekkja samtökin vel, undir stjórn Halldóru Guðmundsdóttur sem leiðir nú sitt þriðja stjórnarár.

Texti og mynd: Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item