Eftir margra mánaða undirbúning var Sjálfboðaliðanámskeið AFS haldið helgina 4.-6. október. Námskeiðið fór fram í Sumarbúðunum Ölveri undir Hafnarfjalli en þar komu saman rúmlega 30 AFSarar.

Í undirbúningsteyminu voru Alondra og Sólborg úr IPOT ásamt Steinunni og Tinnu af skrifstofunni. Með þeim voru einnig tveir þjálfarar en það voru Hildur úr IPOT og Mary-Paz frá AFS á Spáni sem kom sem Travelling Trainer í gegnum EFIL (Regnhlífarsamtök AFS í Evrópu). Tveir fjölskydumeðlimir voru sannfærðir um að standa vaktina í eldhúsinu og erum við mjög þakklát fyrir allan þann góða mat sem þau elduðu fyrir okkur en á námskeiðinu var einungis boðið upp á vegan fæði sem féll vel í kramið hjá þátttakendum.

Á námskeiðinu voru tvær brautir; grunnþjálfun fyrir nýja sjálfboðaliða og framhaldsþjálfun fyrir reyndari sjálfboðaliða. Þetta er í fyrsta sinn sem sjálfboðaliðanámskeið er haldið með þessum hætti og erum við mjög ánægð með hversu vel reyndist okkur að vera með tvær brautir í einu. Þetta auðveldaði hópnum að kynnast, deila reynslu og læra hvert af öðru. 

Þáttakendur í framhaldsþjálfuninni tóku einnig þátt á tveggja vikna netnámskeiði sem fór fram áður en við hittumst í Ölveri. Netnámskeiðið var liður í tilraun AFS til að dýpka skilning þátttakenda á efni námskeiðsins og prófa okkur áfram með fræðslu á netinu en er það eitthvað sem við höfum áhuga á að þróa áfram til að jafna tækifæri á fræðslu milli landshluta. 

Námskeiðið gekk verulega vel og fóru þáttakendur, þjálfarar, undirbúningsteymi og eldhúsvaktin heim með bros á vör að dagskrá lokinni. Í endurmati kom fram að margir þátttakendur væru til í að hafa fleiri námskeið sem þetta. Er sérstaklega áhugi fyrir þjálfunum um leiðtogahæfni og menningarlæsi. Undirbúningsteymið var sammála þessu og munum við skoða hvaða möguleikar eru á frekari þjálfunum og námskeiðum fyrir sjálfboðaliða í náinni framtíð. 

Námskeiðið var styrkt af Æskulýðssjóði og þökkum við kærlega fyrir þann stuðning.

 

Texti: Tinna Sveinsdóttir

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item