Nú um helgina var samþykkt af stjórn AFS á Íslandi tillaga um að sleppa öllum kjötvörum í framreiðslu matar á vegum samtakanna. Þetta er skref í átt að því að gera samtökin umhverfisvænni. 

Frá og með 16. ágúst 2019 verða því einungis bornir fram grænmetisréttir á námskeiðum og fundum sem skipulagðir eru af samtökunum. 

Árlega halda samtökin fjölda námskeiða fyrir skiptinema íslenska sem erlenda, fjölskyldur og sjálfboðaliða. Fjöldi þátttakenda á námskeiðum er oft yfir 100 manns og því eru máltíðirnar margar. 

Með þessu vill AFS leggja sitt á vogarskálarnar gegn umhverfis- og loftslagsvá heimsins. 

Við vonum að þetta verði fordæmisgefandi fyrir önnur mennta- og félagasamtök.

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item