1. Er fjölskyldan mín sú rétta í þetta?

Algjörlega! Allt sem þarf til að vera hin fullkomna fósturfjölskylda er pláss í hjartanu og á heimilinu! AFS fjölskyldur eru alls konar, af öllum stærðum og gerðum.

2. Hvað er ég eiginlega að koma mér út í?

Þú ert ekki að reka hótel, þú ert ekki leiðsögumaður og það er ekki gerð krafa um að þú borgir allt. Meginskuldbindingin sem felst í því að gerast fósturfjölskylda er að bjóða upp á öruggt og heilbrigt heimili þar sem AFS neminn getur öðlast spennandi og þroskandi upplifun af menningarheimi sem er ólíkur hans eigin. Þeir áþreifanlegu þættir sem gert er ráð fyrir að fósturfjölskylda veiti nemanum eru matur og rúm til að sofa á – en það sem mestu máli skiptir eru óáþreifanlegir þættir eins og ást og umhyggja.

3. Hvað ef við lendum í rifrildi?

Allar fjölskyldur lenda í ágreiningi! Til að vinna úr því er mikilvægt að geta komið væntingum sínum og tilfinningum á framfæri. AFS leggur sérstaka áherslu á samskipti á námskeiðum sem haldin eru bæði fyrir fósturfjölskyldur og nema, til að fyrirbyggja ágreining. Ef upp koma vandræði eru fjölskyldur og nemar hvattir til að leysa úr þeim í sameiningu, en AFS er einnig alltaf innan handar til að veita stuðning þegar þörf krefur.

4. Hvert leita ég ef eitthvað fer úrskeiðis?

Ein af sérstöðum AFS er að við leggjum ríka áherslu á stuðning við nema og fósturfjölskyldur. Við höfum ekki einungis starfsfólk sem er sérhæft í slíkum stuðningi, heldur einnig breitt net sjálfboðaliða sem eru þjálfaðir í að takast á við slík mál og vilja gjarnan hjálpa. Sérhver skiptinemi og fósturfjölskylda fá tengilið sem fæst við stuðning og heldur reglulegum samskiptum til að fylgjast með hvernig ferlið gengur og vera innan handar ef eitthvað bjátar á.

5. Hvaða ávinning hefur fjölskyldan mín af þessu?

Með því að deila heimili þínu og menningu með skiptinema gerirðu honum ekki eingöngu kleift að upplifa skiptinám í öðru landi, heldur gengur fjölskyldan einnig í gegnum lærdómsríkt ferli sem gagnast fjölskyldunni í heild, auk þess að fá nýjan fjölskyldumeðlim og ótal skemmtilegar minningar.

Viltu vita meira um hvað felst í að vera fósturfjölskylda? Kynntu þér málið á AFS.is
~~
#AFSfjölskyldur #FósturfjölskylduvikaAFS #AFSfamily #AFSeffect