Fyrir rúmu ári síðan sótti ég um að taka þátt í vinnuhóp í Stefnumótun AFS (e. AFS-Co-creation). Stefnumótunin er fjármögnuð af Co-fund þar sem flestir félagar sambandsins lögðu sitt á vogarskálarnar til þess að þróa betra AFS. Stefnumótunarhóparnir verða 15 talsins og skiptast milli megináherslna í Stefnumótun AFS; prógrömm, skólamál, sjálfboðaliða, e. advocacy og rekstrarhagkvæmni (e. operational excellence). (Þetta eru einnig g hóparnir sem unnið er í fyrir stefnumótun AFS á Íslandi og ættu t.d. að vera velkunnugir þeim sem voru á Landsfundi í ár). Vinnuhópurinn sem ég sit í kallast “program portfolio” og vinnur að því að fara yfir öll þau prógrömm sem AFS netið býður upp á og koma með tillögur að því hvaða prógrömm er skynsamlegast að leggja áherslu á. Vinnuhópurinn samanstendur af starfsfólki og sjálfboðaliðum leiddur af AFS International. Búið er að skipa í 2/3 af hópunum en bráðum kemur kall í þriðja holl. Það er mjög gefandi að taka þátt í þessari vinnu. Kynnast International sem og öllu netinu. Vinnuhóparnir vinna auðvitað mikilvæga vinnu sem verður stefnumótandi fyrir alheims netið. Eykur persónulegan þroska og gefur þér reynslu í alþjóðavinnu. Verkefnahópar sem á eftir að velja í eru: Market Development, Hosting experience, Program negotiations og Upgrade AFS Digital Systems & Technology. Ef þú ert reyndur sjálfboðaliði og eitthvað verkefni vekur áhuga hvet ég þig til þess að sækja um.

Frá vinstri til hægri: Simone Caporali (ITA), Ana Paula Castro (BRA), Bert Vercamer (INT), Solveig Tryggvadottir (ISL), Efrem Fisher (INT), Derya Komitoglu (TUR), Kerri Dooley (USA), Juan Medici (ARG), Enrique Gimenez Velilla (PAR)

_________________________
Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri AFS á Íslandi

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item