Námskeið í fósturfjölskylsuöflun fyrir Norðurlöndin var haldið á Íslandi helgina 8.-10. mars og komu alls 24 þátttakendur frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Grænlandi. Er þetta í annað sinn sem svona námskeið er haldið en í fyrr var það haldi af AFS í Noregi, Osló. Fenginn var styrkur frá EFIL til að fá þjálfara til að stýra námskeiðinu og var hún Karolina Kania valin í verkið.

Á föstudagskvöldið hittist hópurinn á skrifstofu AFS til að kynnast, fara yfir dagskrá og væntingar þátttakenda fyrir helginni. Þegar því var lokið fóru flestir þátttakendurnir í Sundhöllina að njóta íslensku sundlaugahefðarinnar.

Laugardagurinn var langur og strembinn en mjög árangurs- og lærdómsríkur. Norðulöndin eru með álíka áskoranir þegar kemur aðfósturfjölskylduöflun og deildum við bæði því sem gengur illa sem og hvað virkar vel í hverju landi fyrir sig. Þannig gátum við deilt hugmyndum á milli landa og svæða og lært hvort af öðru. Námskeiðið endaði á því hvert land gerði sitt eigið plan sem byggði á þvísem við höfðum lært hvort af öðru og hvað við teldum að myndi geta gengið vel hér á Íslandi við fósturfjölskylduöflun.

Eftir vel heppnað námskeið var þátttakendum boðið á Kex hostel í mat þar sem setið var og spjallað og hlegið fram eftir kvöldi.

Texti: Kristín Björnsdóttir, Verkefnastjóri
Myndir: AFS á Íslandi

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item