Námskeið í fósturfjölskylsuöflun fyrir Norðurlöndin var haldið á Íslandi helgina 8.-10. mars og komu alls 24 þátttakendur frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Grænlandi. Er þetta í annað sinn sem svona námskeið er haldið en í fyrr var það haldi af AFS í Noregi, Osló. Fenginn var styrkur frá EFIL til að fá þjálfara til að stýra námskeiðinu og var hún Karolina Kania valin í verkið.
Á föstudagskvöldið hittist hópurinn á skrifstofu AFS til að kynnast, fara yfir dagskrá og væntingar þátttakenda fyrir helginni. Þegar því var lokið fóru flestir þátttakendurnir í Sundhöllina að njóta íslensku sundlaugahefðarinnar.
Laugardagurinn var langur og strembinn en mjög árangurs- og lærdómsríkur. Norðulöndin eru með álíka áskoranir þegar kemur aðfósturfjölskylduöflun og deildum við bæði því sem gengur illa sem og hvað virkar vel í hverju landi fyrir sig. Þannig gátum við deilt hugmyndum á milli landa og svæða og lært hvort af öðru. Námskeiðið endaði á því hvert land gerði sitt eigið plan sem byggði á þvísem við höfðum lært hvort af öðru og hvað við teldum að myndi geta gengið vel hér á Íslandi við fósturfjölskylduöflun.
Eftir vel heppnað námskeið var þátttakendum boðið á Kex hostel í mat þar sem setið var og spjallað og hlegið fram eftir kvöldi.
Texti: Kristín Björnsdóttir, Verkefnastjóri
Myndir: AFS á Íslandi