Ég, Kristín Björnsdóttir, tók átt í fjögurra daga námskeiði fyrir starfsfólk AFS sem vinnur með stuðningsmál skiptinema. Námskeiðið var haldið í Baltimore í Bandaríkjunum og voru þátttakendur um 40 frá 25 löndum. Námskeiðið var til að auka færni í samskiptum sérstaklega þegar menningarmunur er mikill á milli landa. Stuðningsmál geta verið mjög flókin og erfið og þarf ávallt að vinna með mörgum hagsmunaaðilum t.d. foreldrum, nemunum sjálfum, starfsfólki annarra landa, skóla og fósturforeldra. Þetta verða oft flókin samskipti sérstaklega þegar menning getur verið mjög ólík því sem við erum vön. Var lagt áhersla á að auka færni þátttakenda til að vinna með stuðningsmál t.d. er varða slys, veikindi, kynferðisbrot, aðlögunarvanda nema, geðræn veikindi og margt fleira.
Það sem er ekki síður mikilvægt á svona námskeiðum eru persónulegu samskiptin sem maður á við þá aðila sem vinna stuðningsmálin í samstarfslöndum okkar. Þegar maður hefur hitt og kynnst þessu fólki þá verður mikið auðveldara að vinna mál sérstaklega ef þau reyna á. Það sem mér fannst standa upp úr voru þessi persónulegu kynni sem og hversu mikið menning hefur áhrif á hvernig mál eru að koma upp og hvernig þau eru leyst á ólíkan máta í ólíkum löndum. Með þessum aukna skilningi á milli okkar og þátttakanda verða mál auðveldari og meiri skilningur verður á mismunandi aðstæðum sem fólk vinnur við.
Kristín Björnsdóttir,
Verkefnastjóri hjá AFS á Íslandi