AAI eru regnhlífarsamtök AFS í Asíu. Við höfum fengið þær frábæru fréttir að þau ætli að bjóða upp á styrki til skiptináms þetta árið. Styrkir verða veittir fyrir ársprógrömm með brottför haustið 2019. Styrkirnir eru veittir á heimsvísu og væri frábært að fá inn umsóknir frá íslenskum nemum!

Hvaða lönd eru í boði?
AAI ætlar að styrkja 2 skiptinema til Filippseyja, 1 til Hong Kong, 1 til Indlands, 2 til Indónesíu og 2 til Tælands.

Hver getur sótt um styrk?
Allir sem vilja fara í skiptinám til ofangreindra landa og falla inn í umsóknarkröfur landanna. Umsóknarkröfur má sjá á síðum landanna hér á forsíðunni.

Hversu hár er styrkurinn?
Styrkþegar fá styrk upp á 400.000 kr.
Verð fyrir skiptinám í ársprógramm til ofangreindra landa er 1.490.000 kr og munu styrkþegar því greiða 1.090.000 kr fyrir skiptinámið. Athugið að umsóknargjald, bólusetningar, áritunargjöld og vasapeningar eru ekki innifalin í þessu verði.

Hvernig sæki ég um?
Umsækjendur þurfa að skila inn frumumsókn til skiptináms sem og styrktarumsókn. Í styrktarumsókn þurfa umsækjendur m.a. að svara ýmsum spurningum, skrifa stutta ritgerð og fá meðmælandabréf frá kennara. Hafið samband við asdis@afs.org til að fá aðgang að styrktarumsókninni.

Hvenær er umsóknarfrestur?
Umsóknarfrestur er 15. febrúar 2019.

 

 

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item