AAI eru regnhlífarsamtök AFS í Asíu. Við höfum fengið þær frábæru fréttir að þau ætli að bjóða upp á styrki til skiptináms þetta árið. Styrkir verða veittir fyrir ársprógrömm með brottför haustið 2019. Styrkirnir eru veittir á heimsvísu og væri frábært að fá inn umsóknir frá íslenskum nemum!
Hvaða lönd eru í boði?
AAI ætlar að styrkja 2 skiptinema til Filippseyja, 1 til Hong Kong, 1 til Indlands, 2 til Indónesíu og 2 til Tælands.
Hver getur sótt um styrk?
Allir sem vilja fara í skiptinám til ofangreindra landa og falla inn í umsóknarkröfur landanna. Umsóknarkröfur má sjá á síðum landanna hér á forsíðunni.
Hversu hár er styrkurinn?
Styrkþegar fá styrk upp á 400.000 kr.
Verð fyrir skiptinám í ársprógramm til ofangreindra landa er 1.490.000 kr og munu styrkþegar því greiða 1.090.000 kr fyrir skiptinámið. Athugið að umsóknargjald, bólusetningar, áritunargjöld og vasapeningar eru ekki innifalin í þessu verði.
Hvernig sæki ég um?
Umsækjendur þurfa að skila inn frumumsókn til skiptináms sem og styrktarumsókn. Í styrktarumsókn þurfa umsækjendur m.a. að svara ýmsum spurningum, skrifa stutta ritgerð og fá meðmælandabréf frá kennara. Hafið samband við [email protected] til að fá aðgang að styrktarumsókninni.
Hvenær er umsóknarfrestur?
Umsóknarfrestur er 15. febrúar 2019.