Stórkostleg listaverk, tónlist, matur og byggingarlist Ítalíu mynda fullkominn bakgrunn fyrir passeggiata (rólega gönguferð) með vinum eða fjölskyldu að kvöldi til. Á grundvelli þessarar auðugu sögu stendur nútímaleg Evrópuþjóð sem er ævinlega í fararbroddi á sviði lífsstíls og tísku. Besti gelato í heimi, gómsætur heimilismatur, leifarnar af rómverska heimsveldinu, snævi þaktir Alpar eða fallegir strandbæir við Adríahafið, allt er þetta hluti af því sem Ítalir kalla la dolce vita (hið ljúfa líf).

Ungmenni eru vön því að lifa sjálfstæðu lífi og skipuleggja eigin tíma. Þau sitja á kaffihúsunum og spjalla, rölta um bæina, skreppa út að dansa eða stunda íþróttir. Calcio, ítalska fótboltadeildin, er í sérstöku uppáhaldi hjá mörgum Ítölum, enda hafa ítölsk lið unnið heimsmeistarakeppnina nokkrum sinnum. Aðrar íþróttir sem ítölsku vinirnir gætu haft gaman af eru körfubolti, hjólreiðar og skíðaíþróttir, en hægt er að iðka flestar íþróttir hér.

Nothing you wear is more important than your smile. ?

A photo posted by Nurfarwizah Thiang (@zahthiang) on

Fólk og samfélag

Skiptinemar AFS geta átt von á að búa í nær öllum landshlutum. Meira að segja á Sikiley eða Sardiníu. Ekki er óalgengt að öll ítalska stórfjölskyldan búi saman undir einu þaki. Matmálstímar eru nær heilagir hjá flestum ítölskum fjölskyldum. Samskipti eru oft nokkuð opinská, ástríðufull og hávær.

Skóli

Skólavikan stendur frá mánudegi til laugardags. Dagurinn byrjar klukkan 8:30 og stendur til 13:30. Skiptinemum er ráðlagt að leggja sig fram við námið. Það mun líka reynast lykillinn að því að eignast vini og vera þátttakandi í félagslífinu.

Today we had P.E. AT THE BEACH… This is the only school that I will love P.E…

A photo posted by ZACHARY BENETATOS?? (@zacharybenetatos) on

A photo posted by AFS54 ACT5033 (@babaiitoey) on

Tungumál

Opinbert tungumál er ítalska, en nokkur munur getir verið á mállýskum frá einu héraði til annars. AFS ytra gerir kröfu um að nemendur klári ítölskunámskeið á netinu áður en haldið er af stað í skiptinámið. Allir skiptinemar munu svo fá aðstoð og leiðsögn frá sjálfboðaliðum og skólatenglum við komuna út. Allt þetta ætti að auðvelda aðlögun.

Matur

Matur er meginstoð ítalskrar menningar þar sem lykilstefið er að njóta matarins og njóta samveru sinna nánustu við matarborðið. Matur er sjaldan skorinn við nögl og matmálstímar geta varað í nokkrar klukkustundir. Allir lifa fyrir mat og matargerð og Ítalir kunna svo sannarlega að njóta.

Skoða skiptinám í Ítalía

BESbswy

This site uses cookies, including third-party cookies, to optimize your browsing experience as detailed in our cookie policy. By closing this banner, scrolling this page, or continuing to browse otherwise, you agree to the use of cookies.

More Settings

This tool helps you to select and deactivate various tags / trackers / analytic tools used on this website.

Essentials

  • List Item
  • List Item
  • List Item